bara yndisleg....

Æji hvað lífið getur verið flókið stundum þegar maður er bara 6 ára skotta, í gær var skottan mín að kalla á mig innan úr herberginu sínu og kallaði hún FÓSTURMAMMA.......... ég kom inn í herbergið til hennar og spurði hana af hverju ertu að kalla mig fósturmömmu,,,,jú sko, mér finnst þú aldrei hafa tíma til að sinna mér, ert alltaf bara að sinna honum Svenna svo ég ætla bara að kalla þig fósturmömmu( ekki í fyrsta skiptið sem hún greyið segir þetta við mig að ég sé alltaf bara að sinna litla kút) svo bara komu tárin hjá henni og hún tók utan um mig og sagði ég skal ekkert kalla þig fósturmömmu...... við fórum aðeins að ræða þessa hluti og hafði hún þá alveg skilning á því að ég þurfi að sinna litla stubbi meira en henni vegna þess að hann er alltaf eitthvað lasin og úrillur... en hana langar nú samt til þess að ég geri meira með henni sem við ætlum nú að reyna að gera :) æ hvað ég fann til með henni. Hún er jú bara 6 ára skotta sem á tvo yngri langveika bræður sem ég hef mikið þurft að sinna :( ekki svo sjaldan sem ég hef þurft að segja nei því miður gengur það ekki upp Hulda Karen mín því Jói eða Svenni eru veikir,,,,,æji svona er þetta bara. Dagurinn bara dugar mér oft á tíðum ekki til þess að sinna því sem þarf að sinna til að halda utan um 7 manna fjölskyldu...ég er því miður ekki vélmenni hehe

Hún var svo að teikna mynd af okkur fjölskyldunni og efstur á blaði var hann Svenni litli alveg risastór og fyrir ofan hann skrifaði hún svo risastórt S undir hann teiknaði hún svo sjálfa sig og Jóa bróður sinn saman hlið við hlið, pabba sinn og mig aðeins til hliðar við þau, mig stóra en hann lítill . Fyrir ofan skrifaði hún svo stafina okkar allra pínulítið h, lítið j lítið b en risastórt G  svo undir okkur komu svo stóru systur hennar skrifaði hún einnig litla stafi fyrir ofan þær :) mér fannst þessi mynd svolítið táknræn. litli brósi nr 1 hehehe

Svo var hún nú að velta því fyrir sér hvernig í ósköpunum Guð nenni að standa í því að skapa allt þetta þ.e.a.s landið, dýrin, sjóinn, okkur manneskjurnar og allt það sem hann skapar,,,,,,hún myndi nú alls ekki nenna að standa í því að skapa þetta allt saman :) svo kom..... alltaf nóg að gera hjá Guði LoL hahahaha bara yndislegust þessi litla krúsla mín.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Sigurðardóttir

Velkomin aftur ég var farin að sakna þín og þinna færslna.

Litla dúllu stelpan þín er nú meira krúttið og alveg yndislegt að sjá hvað vellur út úr henni.

Vonandi fær maður að lesa meira frá þér um ykkur fljótlega. Knús á ykkur öll

Hulda Sigurðardóttir, 22.9.2008 kl. 12:22

2 identicon

Hæ elskan er farin að sakna þess að heyra ekki í þér :-) Kannski ég bara láti verða af því að hringja eitthv kvöldið núna í vikunni HEHE. En ekki er ég hissa á þessu sem snúllan mín lét út úr sér hún er bara  æði þessi elska eins og þið öll:-) Kveðja Heiðrún og fjölsk.

heiðrún (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 13:28

3 identicon

Æj litla skinnið! Það er stundum erfitt að vera lítill og þurfa að láta allan heiminn snúast um sjálfan sig og þurfa að uppgötva að það er bara ekki þannig sem hann virkar

Knús til ykkar :)

Hvernig er litli kútur annars þessa dagana? 

Halldóra F Sigurgeirsdóttir (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 13:58

4 Smámynd: Guðrún Hauksdóttir

Takk Hulda mín, hef bara ekki verið í neinu stuði til að fara í tölvuna undanfarið. Ég var nú barasta lasin í 2 vikur og litli kútur ekki verið upp á sitt besta eftir Flateyjarferðina, en vonandi er ég bara að komast í gírinn aftur :)

Knús á þig/ykkur sömuleiðis

Heija mín sakna þín líka, endilega bjallaðu eitthvert kvöldið :)

Halldóra mín. Já, lífið er ekki alltaf ljúft hjá litlum skottum. Litli dúlludúskurinn minn hefur verið ansi slappur og argur eftir því undanfarið.

Gangi þér/ykkur rosalega vel á endasprettinum, knús og kossar :)

Guðrún Hauksdóttir, 22.9.2008 kl. 14:38

5 Smámynd: Erna Sif Gunnarsdóttir

Velkomin aftur Guðrún min langt siðan siðast.

Vonandi fara allir að hressast og þú slaka á þvi eins og þu segir þá ertu ekki vélmenni hehe,,,

Kossar og love

Erna Sif Gunnarsdóttir, 22.9.2008 kl. 20:03

6 Smámynd: Fjóla Æ.

Ég skil hvað er að gerast heima hjá þér. Ekki það auðveldasta. Sendi þér kraft og orku.

Fjóla Æ., 27.9.2008 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skruddulina

Höfundur

Guðrún Hauksdóttir
Guðrún Hauksdóttir

 Sumarið er tíminn :) Ég er 39 ára kona sem lætur sig varða málefni langveikra barna. Stolt 5 barna móðir og eiginkona .

garuska@simnet.is

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • 172
  • 149
  • 144
  • 095
  • oktober 062

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband