allt gekk vel í dag :)

SmileVið vorum mætt kl 9 í morgun inn í Reykjavík eftir frekar lítinn nætursvefn, þeir bræður voru vakandi frá hálf eitt til klukkan  rúmlega fjögur  í nótt svo vaknaði ég um 6:40 til þess að koma öllum á sinn stað. Ég ákvað það í gærkvöldi að plata Thelmu mína með mér í þetta, sem hún auðvitað gerði þrátt fyrir að þurfa að taka sér frí í skólanum, er svooo mikið yndi þessi stelpa (hægri hönd mömmu sinnar)hvar væri ég án hennar Wink hehe.. Jæja, svæfingin gekk bara þokkalega,hann varð auðvitað alveg snar brjál þegar átti að fara að svæfa hann ,svo ég þurfti að halda á honum þangað til hann sofnaði Sleeping... greyið litla, um leið og hann var sofnaður runnu tár hja mér uhuhu, ég bara get ekki vanist þessu :( þeð byrjaði að kurraði í honum um leið og hann var sofnaður og það kurraði vel í honum þegar hann vaknaði, mettun var um 92-94. það gekk bara vel að setja í hann rörin en ekki vildi hann taka nefkirlana hjá honum Errm þegar við ætluðum svo að fara heim þá var hann allur eldrauður í andliti og niður á bringu, mér brá pínu og spurði þau hvort þetta væri eðlilegt þau sögðu þetta vera viðbrögð við svæfingunni þetta kæmi fyrir hjá einstaka börnum,,,,mér létti og var tilbúin að fara með hann heim.....dagurinn hefur verið frekar erfiður,,, mikið ergelsi í gangi hjá honum og bara mömmufang,,,, það hefur svosem verið í lagi því ég drattaðist loksins til læknis á þriðjudaginn og fékk sprautur í vinstri öxlina, fór einnig í blóðprufu og á svo tíma í segulómun í byrjun nóv :) læknirinn sagði mér að það væru skemmdir í sinum á tveimur stöðum í vinstri öxlinni Devil sem kom í ljós í síðustu ómskoðun sem nótabene var í janúar úppsídúbbs hef ekkert leitað eftir svörum úr þeirri myndatöku áður, ég veit ég er trassi með sjálfa mig :( svona er þetta bara.....

Jæja,ég er að hugsa um að reyna að fara að skríða uppí, er eitthvað svo lúin eftir þennan dag.....veitir ekki af hvíldinni því ég er jú að fara á Villa Vill minningar tónleikana á föstudagskvöldið Cool hlakka geggjað til....

Ykkur er alveg óhætt að kvitta fyrir komu ykkar, það er ekkert nauðsynlegt, bara gaman fyrir mig .

Hafið það ávallt sem allra best, knús á ykkur inn í nóttina Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Sif Gunnarsdóttir

Úff léttir að heyra að allt gekk vel hjá ykkur,nú er það bara að ná góðum bataveigi.

Og muna Guðrún hvila sig svona inn á milli þegar þú getur

Þússund kossar.....

Erna Sif Gunnarsdóttir, 8.10.2008 kl. 23:08

2 identicon

Reyndu að sofa smá kona góð! Gott að allt gekk vel í dag, verst að það var ekki hægt að taka nefkirtlana líka :( Vonandi verður það hægt fljótlega!

Knús á ykkur :) 

Halldóra F Sigurgeirsdóttir (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 08:37

3 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Knúsi knús... gott að heyra að þið hafið það gott...

Margrét Ingibjörg Lindquist, 10.10.2008 kl. 18:13

4 Smámynd: Hulda Sigurðardóttir

Vonandi ertu búin að ná eitthvað að hvíla þig. Það tekur sko á að vera með veik börn, láttu mig þekkja það.

Hafðu það gott kæra blogg og facebook vinkona og ég bið að heilsa þá í bili.

Hulda Sigurðardóttir, 13.10.2008 kl. 14:11

5 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 14.10.2008 kl. 14:17

6 Smámynd: Brynja skordal

Hafðu ljúfa helgi Elskuleg

Brynja skordal, 17.10.2008 kl. 13:36

7 Smámynd: Þórunn Eva

vá hvað ég er löt að kvitta en ég er rosalega dúleg að lesa hehe :) langar að fara að fá nýtt blogg sæta, knús í klessu sæta mín

Þórunn Eva , 20.10.2008 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skruddulina

Höfundur

Guðrún Hauksdóttir
Guðrún Hauksdóttir

 Sumarið er tíminn :) Ég er 39 ára kona sem lætur sig varða málefni langveikra barna. Stolt 5 barna móðir og eiginkona .

garuska@simnet.is

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • 172
  • 149
  • 144
  • 095
  • oktober 062

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband