Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Það er svo sem ekkert að frétta.....

Bara veikindi og aftur veikindi og aftur veikindi,,,,,,sterar,púst, sýklalyf og ltill svefn ;(  Fullt af fóllki úti í þjóðfélaginu sem hefur það miður gott og ég finn til með því fólki.....jólin nálgast og ekki á ástandið eftir að lagast Devil Úfff

Ég er orðin húkkt á facebook, svo vægt sé til orða tekið ;) Talvan er liggur við minn besti vinur orðið...... það bjargar mér nú samt alveg þessa dagana að vera inni á fésinu, maður er þá í einhverjum samskiptum við fullorðið fólk , þó rafrænt sé,,,,,,,betra en ekkert ;o) hehehe

En þangað til næst, hafið það sem allra best Heart


allt gekk vel í dag :)

SmileVið vorum mætt kl 9 í morgun inn í Reykjavík eftir frekar lítinn nætursvefn, þeir bræður voru vakandi frá hálf eitt til klukkan  rúmlega fjögur  í nótt svo vaknaði ég um 6:40 til þess að koma öllum á sinn stað. Ég ákvað það í gærkvöldi að plata Thelmu mína með mér í þetta, sem hún auðvitað gerði þrátt fyrir að þurfa að taka sér frí í skólanum, er svooo mikið yndi þessi stelpa (hægri hönd mömmu sinnar)hvar væri ég án hennar Wink hehe.. Jæja, svæfingin gekk bara þokkalega,hann varð auðvitað alveg snar brjál þegar átti að fara að svæfa hann ,svo ég þurfti að halda á honum þangað til hann sofnaði Sleeping... greyið litla, um leið og hann var sofnaður runnu tár hja mér uhuhu, ég bara get ekki vanist þessu :( þeð byrjaði að kurraði í honum um leið og hann var sofnaður og það kurraði vel í honum þegar hann vaknaði, mettun var um 92-94. það gekk bara vel að setja í hann rörin en ekki vildi hann taka nefkirlana hjá honum Errm þegar við ætluðum svo að fara heim þá var hann allur eldrauður í andliti og niður á bringu, mér brá pínu og spurði þau hvort þetta væri eðlilegt þau sögðu þetta vera viðbrögð við svæfingunni þetta kæmi fyrir hjá einstaka börnum,,,,mér létti og var tilbúin að fara með hann heim.....dagurinn hefur verið frekar erfiður,,, mikið ergelsi í gangi hjá honum og bara mömmufang,,,, það hefur svosem verið í lagi því ég drattaðist loksins til læknis á þriðjudaginn og fékk sprautur í vinstri öxlina, fór einnig í blóðprufu og á svo tíma í segulómun í byrjun nóv :) læknirinn sagði mér að það væru skemmdir í sinum á tveimur stöðum í vinstri öxlinni Devil sem kom í ljós í síðustu ómskoðun sem nótabene var í janúar úppsídúbbs hef ekkert leitað eftir svörum úr þeirri myndatöku áður, ég veit ég er trassi með sjálfa mig :( svona er þetta bara.....

Jæja,ég er að hugsa um að reyna að fara að skríða uppí, er eitthvað svo lúin eftir þennan dag.....veitir ekki af hvíldinni því ég er jú að fara á Villa Vill minningar tónleikana á föstudagskvöldið Cool hlakka geggjað til....

Ykkur er alveg óhætt að kvitta fyrir komu ykkar, það er ekkert nauðsynlegt, bara gaman fyrir mig .

Hafið það ávallt sem allra best, knús á ykkur inn í nóttina Heart

 


hef þetta bara stutt núna.....

Jæja, þá er bara aðgerðin (röraísetning)hjá englakroppnum mínum á morgun, jeremías minn hvað ég er að verða kvíðin því að láta svæfa litla gullmolan minn,er alveg með hnút í maganum. Ég er svo smeik út af lungunum hans þó svo að allt hafi litið vel út í skoðun hjá lækninum í dag..... svæfingalæknirinn tekur samt endanlega ákvörðun í fyrramálið, því hann er svo óútreiknanlegur í lungunum þessi elska......vona að nóttin verði góð því hann þarf jú að fasta frá kl 3 í nótt,ekki það auðveldasta fyrir 14 mánaða steratjúnaðan pirrulíus, sem vanur er að fá pelan sinn þegar hann vaknar á nóttunni :( vonandi gengur þetta bara eins og í sögu á morgun......

það passar hann er vaknaður,,,,,,,

Knús og kossar Heart


smá update af sætalíusi

Fór með litla sætalinginn minn til HNE læknis í fyrradag og skoðaði hann kútinn vel og vandlega, ekki leist honum neitt allt of vel á að hægt væri að svæfa þennan litla kút á næstunni nema hann yrði meðhöndlaður mjög vel áður með sýklalyfjum,pústi og sterum, hann tók það ekki í mál að taka nefkirlana hjá honum vegna þess hversu veikur hann er í lungum,,,,,,,en tók samt frá tíma næsta miðvikudag til þess aö reyna að setja rör,,,ætla ég að vona að það hjálpi og honum fari að líða betur. Svo nú er bara að krossa fingur og vona það besta.

Fórum svo og hittum lækninn okkar í gær,hann ákvað að gefa honum stóran skammt af sýklalyfi í vöðva, hann fékk skot í sitthvort lærið eins og venjulega OMG lærin á honum urðu fjórföld strax á eftir, hef bara aldrei séð annað eins Frown einnig setti hann kútinn á stóran steraskammt sem hann á að vera á þangað til hann fer í aðgerðina á miðvikudaginn,,,,,,arrrrg,,,, hann á eftir að vera spinnigal af öllum þessum sterum, einnig verð ég að vera rosalega dugleg að pústa hann aukalega með öllum pústunum hans,svo fær hann væntanlega eitt skot í vöðva á þriðjudaginn. Ef þetta gengur vel ætti að vera hægt að svæfa hann....Ég verð að játa það að ég hlakka ekkert sérlega mikið til þess að fara með hann í svæfingu,,,hef alltaf verið soddan ógurlegur kjúklingur þegar verið er að svæfa börnin mín,finnst það alltaf jafn óþæginlegt að horfa á þau sofna Pinch sérstaklega þegar ég hef þurft að halda á þeim í fanginu (sem eru nokkur skipti)þegar þau eru svæfð Sleeping En þetta er víst bara hluti af því að eiga veikt barn.

Mynd af sætalingi síðan um daginn þegar við vorum á Lansa í smá rannsóknum..

095   

                                                      Hér eru þau systkinin á leið í háttinn Smile 

                                                     144

                                Krúttmundur InLove bara sætastur.     

149

                                                       Svo þarf nú að ryksuga áður en farið er í háttinn Heart

                                                      172

 

Knúsið hvort annað í kuldanum Heart

 


Lítið sem ekkert að gerast á þessum bæ.....

Kemst voða lítið í tölvuna þegar litli kjúlli er svona slappur og ergilegur, hann var með hita um og yfir 39 alla síðustu viku, mikið grænt ho... og ljótan hósta, ég gafst upp og endaði með hann á læknavaktina í Rvk á laugardagskvöldinu ,auðvitað var hann komin með í eyrun þessi elska.....þurftu við því á spító á sunnudag til að fá sýklalyfjaskot í vöðva. Við eigum svo tíma hja HNE lækni í dag sem ætlað að skoða hann fyrir röraísetningu sem verður helst að vera sem allra fyrst, fer pínu eftir því hvernig okkur gengur að ná lungunum hans góðum,ekki hægt að svæfa hann með lungun slæm....eigum svo tíma á morgun hjá okkar doksa og fer hann yfir stöðuna á honum fyrir svæfingu.
En váááá hvað ég er að verða þreytt á þessu öllu, er bara ekki að meika þetta þessa dagana:( bara eitthvað þreytutímabil hjá mér sem kemur alltaf upp öðru hvoru þegar lítið hefur verið um svefn og ég mikið þurft að vera með hann í fanginu ,axlirnar mínar ekki alveg að þola það ,er komin með viðvarandi verk,einnig á milli herðablaða Pinch en ég veit að þetta er bara tímabil sem gengur yfir og vonandi bara sem fyrst.....
En ég skellti mér ásamt nokkrum flottum kjéllum í leikhús á sunnudaginn, sá Mammamamma í hafnarfjarleikhúsinu,alveg hreint bráðskemmtileg sýning......held reyndar að þetta hafi verið lokasýningin svo ekki get ég mælst til þess að þið farið að sjá þessa sýningu ....hefði annars mælt með henni :) 
Verið góð hvert við annað Heart

Um bloggið

Skruddulina

Höfundur

Guðrún Hauksdóttir
Guðrún Hauksdóttir

 Sumarið er tíminn :) Ég er 39 ára kona sem lætur sig varða málefni langveikra barna. Stolt 5 barna móðir og eiginkona .

garuska@simnet.is

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • 172
  • 149
  • 144
  • 095
  • oktober 062

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband