Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Flatey næstu helgi.

Á þessu heimili ríkir mikil spenna því við erum á leið í Flatey, förum að vísu ekki fyrr en á föstudaginn og komum heim á mánudaginn Joyful  þessu er skottan mín búin að bíða eftir í allt sumar. Jeremías hvað ég held að þetta verði skemmtileg ferð við erum að fara svo mörg saman eða rúmlega þrjátíu . Amma mín krúttköggull, Pabbi,mamma og hennar yndislegu systkyn og makar , dásamlega skemmtilegu börn þeirra systkyna og barnabörn, nú svo mætir hún Elín systir og hennar famelía líka og  svo auðvitað ég og mín börn .....ekki Thelma mín því hún er í Þýskaandi uhhhuu :( hennar verður sárt saknað ....OMG hvað ég gat gert þetta flókið Sideways hahaha. Við höfum ekki komið í Flatey síðan 2003 eða frá því ég átti hann Jóhann Gabríel því ég hef ekki þorað að fara með hann út í eyju vegna veikinda hans, núna ætla ég bara að krossa fingur,vona að litli kútur verði ekki mikið veikur í þessari ferð því það er ekki hægt að hlaupa með hann til læknis þarna hehe. Talaði við lækninn hans um það að fara með hann í þessa ferð og ætlum við bara að byrja að gefa honum sterakúr á fimmtudaginn til að minnka líkur á því að hann verði slæmur í lungunum. Við fórum með hann í bústað á Flúðum um versló ,við fórum á fimmtudeginum og svaf hann ekkert þá nótt og á laugardeginum var hann orðin svo svakalega ergilegur að ég ákvað að skreppa með hann til læknis í Laugarás og láta kíkja á hann.... var hann þá komin með streptakokkahálsbólgu og í eyrun :( Síðastliðin fimmtudag var ég með hann í 12 mánaða skoðun og fékk hann sprautu í sitthvort lærið og varð alveg hundveikur fékk 40 st hita og annað lærið varð eldrautt og stokkbólgið. Núna er Ausan mín heima með 39st hita, beinverki og ljótan hósta,vona svo heitt og innilega að hann api það ekki upp eftir henni :) hehe Verð bara jákvæð og vona það besta Whistling 

Jiminneini hvað ég hlakka til Smile

Hér eru svo myndir af skottunni í Flatey 2003 með Einari ömmu bróður sínum Cool

2003721122827 2[2]2003721122827 1[1]

Svo ein af mér með skottunni í Baldri 2003:)hehe svakalega sem maður lítur vel út alltaf hreint Errm

2003721121321 2[1]


Þurfa allir að vera þvengmjóir ?

Ég bara spyr, því eftir að ég átti mitt 5 barn sem var fyrir ári síðan ,hef ég bætt á mig rúmum 4-5 kg sem ekki hafa farið af mér aftur . Hef alltaf verið um 58 kg en er núna 62,7 kg :( ekki hefur mér liðið neitt sérstaklega illa yfir þessum nokkru aukakílóum eða þessum auka maga sem ég eignaðist þegar ég átti Svenna baby.........þangað til ég fékk í FJÓRÐA sinn þá spurningu í síðustu viku hvort ég væri enn og aftur komin af stað ( aldrei myndi ég þora að spyrja svona )hehe ég er EKKI komin af stað aftur og ætla ég mér ekki að koma með fleiri börn, þó svo að þau séu yndisleg í alla staði :) Mér finnst fólk vera orðið pínu upptekið af því að allir eigi að vera steyptir í sama mót og vera ofur grannir.....er bara aðeins búin að vera óánægð með sjálfa mig undanfarið vegna þessara spurninga, ætla mér samt ekki að leggjast í neitt þunglyndi yfir þessu.

Hafið það gott elskurnar Heart


Um bloggið

Skruddulina

Höfundur

Guðrún Hauksdóttir
Guðrún Hauksdóttir

 Sumarið er tíminn :) Ég er 39 ára kona sem lætur sig varða málefni langveikra barna. Stolt 5 barna móðir og eiginkona .

garuska@simnet.is

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • 172
  • 149
  • 144
  • 095
  • oktober 062

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband