pirripú

Er ekki alveg að meika þessi veikindi á litla kút núna, hann veit ekkert hvernig hann á að vera ég verð helst að hafa hann í fanginu, en það reynist mér nú ekki létt þessa dagana þar sem ég er að farast í öxlunum aðalega þeirri vinsri samt,er með einhverjar Devil kalkklessur inni í axlarliðunum og þyrfti ég að komast í að láta sprauta mig í öxlina eða bara hreinlega að dru.... til þess að láta skrapa þetta í burtu en það er ekki svo auðsótt því ég verð víst handlama á eftir og hver sér þá um litla lasarus, rest af börnum og heimili......ekki svo auðvelt þar sem bóndinn vinnur sjálfstætt og er aldrei heima :( semsagt hið versta mál hehe nei nei ég er svo sem ekkert á grafarbakkanum gæti verið verra. En að litla kút aftur,hann er með hita og hrikalega mikið grænt hor, fór með hann til okkar frábæra doksa, hann er að spá í að meðhöndla hann ekkert núna arrrrg því hann fékk sýklalyf 2x í vöðva fyrir um tveimur vikum, við erum bara ekkert í svo góðum málum með að gefa honum sýklalyf því þá fær hann svo hrikalega mikila sveppasýkingu, mikið vildi ég að það væri til einhver auðveld lausn á þessu öllu svo honum þurfi ekki að líða alltaf svona illa Sick æji litla músin mín. hann er því miður ekki eins og eftir bókinni í sínum veikindamálum :( en svona er þetta bara, verð bara að vera bjartsýn á að hann fari að verða eins og fólk er flest :)

Hér er svo mynd sem ég tók af frumburðinum og örverpinu í Flatey, ég er svo lánsöm því þessi fallega yndislega stelpa snéri lífi sínu aftur til betri vegar InLove ég er svoo stolt af henni.

15   18 ágúst 2008 418


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er æðislegt, til hamingju með stelpuna þína :)

Asnaleg spurning kannski... en hefurðu farið með Svenna til hómópata? Það er kannski til eitthvað þar sem virkar á sýkinguna án þess að hann fái svaka sveppó af því... Hef ekki farið með mína, enda blessunarlega sloppið ansi vel við veikindi á henni *7, 9, 13*, en aðrar mömmur sem ég veit að hafa prófað þetta eru yfirleitt mjög ánægðar...

Farðu vel með axlirnar á þér! Ég veit hvað það er erfitt að þurfa að halda á 13kg barni að deyja úr vöðvabólgu, hvað þá með kalkskellur í liðunum! 

Halldóra F Sigurgeirsdóttir (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 14:33

2 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Mikið eru þau falleg... En mikið er leitt að heyra um músina þína.. það er stundum meira lagt á börnin en manni finnst réttlátt... ég vildi að almættið hefði þá reglu að börn undir 18 yrðu alldrey veik...  en þannig er það víst ekki og við verðum bara að halda áfram að vera bjartsýn og jákvæð eins og þér tekst með sóma..

Farðu vel með þig og knúsaðu snúðinn...

Margrét Ingibjörg Lindquist, 23.9.2008 kl. 17:01

3 Smámynd: Hulda Sigurðardóttir

Leiðilegt að lesa um hvað litli kúturinn þinn er alltaf lasinn greyið.

En Guð hvað þú átt falleg börn Vonandi fer þetta allt að skána hjá ykkur sem fyrst.

 Knús á ykkur

Hulda Sigurðardóttir, 23.9.2008 kl. 22:44

4 Smámynd: Guðrún Hauksdóttir

Halldóra, nei ,ég hef ekki prófað að fara með Svenna en prufaði það með bæði Auði mína sem alltaf var með mjög svæsna eyrnabólgur fram eftir aldri og með hann Jóhann Gabríel út af lungunum og ekki fannst mér ég fá neitt út úr því :( hef samt reynt margt óhefðbundið. Læknirinn hans bara hló upphátt þegar ég fór með hann í höfuðbeina og spja....... því höfuðið hans er líka allt skakkt og snúið :/ við foreldrarnir höfum haft áhyggjur af því síðan hann fæddist.

Magga. Takk fyrir:) já það er svo erfitt að horfa uppá veik börn, sérstaklega finnst mér erfitt þegar þau eru ekki farin að tala og geta ekki með nokkru móti sagt til um það hvar þau finna til :(   Farðu einnig vel með þig og knúsaðu hetjuna þína

Takk Hulda pæja, knús á þig

Guðrún Hauksdóttir, 24.9.2008 kl. 14:26

5 identicon

Æj litla skinnið :( Vonandi nær hann að rífa þetta úr sér bráðum :/

Halldóra F Sigurgeirsdóttir (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skruddulina

Höfundur

Guðrún Hauksdóttir
Guðrún Hauksdóttir

 Sumarið er tíminn :) Ég er 39 ára kona sem lætur sig varða málefni langveikra barna. Stolt 5 barna móðir og eiginkona .

garuska@simnet.is

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • 172
  • 149
  • 144
  • 095
  • oktober 062

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband