Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Fannst um klukkan 21:00........

Já, hann Jóhann Gabríel var týndur í 5 klukkutíma áðan, guð minn góður ég var komin niður í björgunarsveitarhús þegar hann fannst, ég var búin að keyra um alla Grindavík í nokkra klukkutíma í leit af syni mínum ............Björgunarsveit og lögregla voru að hefja skipulagða leit af litla tæplega fjögurra ára drengnum mínum þegar hann fannst, guði sé lof að hann fannst heill á húfi þessi yndislegi drengur minnInLove ég er gjörsamlega búinn bæði á líkama og sál núna svo ég kem með betri færslu á morgun......Ætlar þetta álag engan endi að taka?

                                                                                                                                                                                                                              Jóhann Gabríel sætilingurHeart

Copy of skírn,afmæli,gifting 033

Knús og kossar inn í nóttina Heart


Maður spyr sig !!!!

 Set þetta inn vegna fyrri færslu......vona dóttir mín að sjái þetta EKKI.


Ráðskonurassabínan mín :)

Skottan mín er ótrúleg, hún ar alltaf hreint að koma manni á óvart.......á laugardaginn þegar ég var á spítalanum með stubbalinginn minn var Thelma mín heima að passa hinn prinsinn minn og skottuna mína.......um kl 2 hringdi Thelma í mig skelfingu lostin því Jói hafði rétt henni símtólið og sagt lögreglan er í símanum Thelma, Úpps hvað var í gangi? Jú jú skottan mín hafði hringt í 112 og beðið um lögregluna því það voru sko þjófar í Grindavíkinni Grin hahaha. Þegar ég kom heim fór ég nú spjalla við skottuna um þetta mál, hún fór strax á flug í frásögn og sagði mér hvað hefði nú gerst. Þannig var að hún og fleiri voru að leik í götunni fyrir aftan okkur , þar var hundur í bandi við eitt húsið og sá hún hvar tveir gaurar komu og losuðu hundinn og fóru með hann í burtu,voru sem sagt að stela honum. Ákvað hún án umhugsunar að hlaupa heim og tilkynna þennan þjófnað til lögreglunnar LoL hahaha hún er ótrúleg að bjarga sér þessi skotta. Ég sagði henni nú að það mætti alls ekki hringja í 112 nema eitthvað alvarlegt væri að, en hún varð nú bara frekar sár og sagði , er ekki alvarlegt að hér séu þjófar, mamma þetta voru sko alvöru þjófar........eigandi hundsins fann hundinn svo rétt hjá Íþróttavellinum án aðstoðar lögreglu Joyful

Vááá það var dásamlegt að horfa á júróvísion með þessari 6 ára skottu , hún hafði sko sínar skoðanir á keppendum og stigagjöf,t.d hafði hún á orði að sér finnist nú mjög sorglegt að söngkonan frá Gerorgíu væri blind, æji greyið hún sér ekki einu sinni fötin sem hún fer í á morgnana, hún hefur aldrei séð kjólinn sem hún er í núna mamma......en mamma blind manneskja er sko ekki heimsk.....ég veit að maðurinn hennar og börnin hjálpa henni Smile  Einnig fannst henni gamli frá króatíu vera mjög mikið krútt, æjjji hann er svo mikið krútt mamma :) og um söngkonuna frá Ukraínu sagði hún, þetta er alveg stórglæsileg kona, hún er örugglega að reyna að vera bara sjálfstæð konan.....svo þegar Rússinn tók sigurlagið spurði hún hvort hann væri núna að syngja:).... keppnin verður í mínu landi nahæst liggaligga lá.....af hverju er þessi kall að sýna á sér bumbuna...... hann er örugglega bara ennþá með gleðina í sér síðan hann vann :)Hún sat yfir stigagjöfinni allan tíman og tók henni mjög alvarlega.

Hér kemur svo mynd af ráðskonurassabínunni minni :) Mamma vinkonu hennar málaði hana svona flott á vorhátíð skólans sem haldin var síðasta föstudag.

Mai 224

Takk æðislega þið sem eruð dugleg að kvitta, knús á ykkur InLove


Svoooo vansæll ræfilstuskan.

þetta hafa ekki verið neitt rosalega góðir dagar hjá litla kútnum mínum :( vorum allan gærdag inná Lansa, þeir voru að reyna að létta honum öndunina því hann var farin að anda svo stutta innöndun  og erfiða svo mikið.....þegar við komum var honum strax gefin 1,5 skammtur af Ventolini í friðapípu sem samsvarar 15 földum ventolin skammti og 7 st steratöflur og biðum við svo í tvo tíma þá var honum gefið eitthvað annað lyf í friðarpípu og aftur beðið í tvo tíma þá var honum aftur gefið Ventolinið og ef hann yrði ekkert betri eftir tvo tíma þá ætluðu þeir að leggja hann inn og gefa honum jafnvel súefni til að létta á því það tekur rosalega á þau að anda svona Frown

þau nota einhverja hjálparvöðva sem þau eru ekki vön að nota við eðlilega öndun, þá fara nasavængirnir út þegar þau anda að sér og innfall sést á milli rifja, guði sé lof fyrir litla kút var hægt að heyra betri öndun hjá elsku litla kútnum mínum um fjögurleytið  ......ohh hvað hann var orðin pirraður og vansæll greyið litla. Hann náði ekkert að sofna og var því kominn á verulegan yfirsnúning um fimmleytið farin að titra þvílíkt sem er víst aukaverun af lyfjunum, þá fengum við loksins að fara heim, fengum bara stera nesti með okkur og á ég að pústa hann með Ventolininu á tveggja tíma fresti í dag auk hinna lyfjanna sem hann er vanur að fá ,einnig var hann settur aftur á Losec magasýrutöflur út af bakflæðinu...........annars bara vera í sambandi á morgun fyrir endurmat.

Dagurinn í dag er búinn að vera honum mjög erfiður Crying hann er svooooooooo mikið ekki að vita hvernig hann á að vera, líður hreint út sagt hrikalega illa..........væntanlega eru sterarnir eitthvað að gera það að verkum að hann nær ekki að slaka á og sofa, vill bara vera í mömmufangi og orgar eins og hann sé á háum launum við það, orðin frekar raddlítill fyrir vikið :(...æji litli rassmus mömmusinInLove Hann er nú sofandi eins og er og vona ég að hann nái nú að hvílast eitthvað.

Ákvað að bæta inn myndum af litla kút frá því í dag, bara krútt InLove

Mai 241

                        Lítill lasarus Heart

Mai 252

           Angry lasarus með krepptan hnefa..

Mai 259

                   Vansæll Crying lasarus


Aldrei lognmolla hér á bæ :)

Jæjaþáerþessidásemdardaguraðkveldikomin....Grin hahaha ,smá spaug.

Fór með litla prinsinn til læknis í bænum um hádegi, hann var svo slæmur í nótt. Við hittum Dr Sigga á barnalæknavaktinni í Domus, leist honum nú ekkert allt of vel á kauða, lungun uppfull af slími og mikill asmi svo hann átti svolítið erfitt með öndun,andaði allt of ört. Hann kallaði til sín lungnasérfræðing og bað hann að skoða litla kút, ekki leist honum neitt betur á drenginn og var ég send inná barnaspítala með hann. þegar þangað var komið byrjuðu þeir á því að gefa honum friðarpípu og ætluðu svo að hlusta hann aftur eftir hálf tíma, þegar doksinn kom aftur til að hlusta var hann engu betri svo hann gaf honum steraskammt og ákvað að bíða 3 klukkutíma og sjá til hvernig hann yrði þá en í millitíðinni kom annar doksi og kítki á kauða og vildi gefa honum aðra friðarpípu því hann var enn svo glimrandi slæmur drengurinn. Um 18:30 ákváðu þeir að við mættum fara heim ef ég treysti mér til þess og koma aftur strax í fyrramálið um kl 10 sem ég auðvitað gerði, ekki svo gaman að hanga þarna yfir engu...

Svonavarþessilíkadásemdardagurhjáokkurlitlaprins.ok...... ekkert fyndið við þetta Grin hahaha......mér finnst þetta alveg ótrúlega fyndið LoL hahahahahaha


Kózý kvöld.....

Jæja, þá er það eurovision eftir tæpan klukkutíma Smile guð minn góður ég er að farast úr spenningi :) Rosalega sem ég hló í gær þegar ég sá Pétur frænda (bakraddasöngvara) tanaðann úti í Serbíu, orðin brúnn og sætur Grin hahaha........aldrei hefði mér dottið í hug að hann léti hafa sig út í það :) æji hann er svo mikið krútt þessi drengur Heart Við ætlum að hafa það rosa kózý með tilheyrandi gúmmúlaði.....jammijammm.

 

Litli kútur er enn og aftur kominn með 40 hita Sick er hann þvílíkt pirr pirr.......hann er allur í einhverjum bólum sem ég veit ekki hvað er :( hann svaf nánast ekkert í nótt þessi elska,skelli mér með hann til læknis á morgun ef hann verður ekki orðin betri...

Góða skemmtun yfir eurovision :)


Þvílíkur dóni :(

Ég er alveg orðlaus yfir dónaskap afgreiðslustúlku.......þannig er að systir mín fór í verslun á höfuðborgarsvæðinu og með henni í för var hann 6 ára einhverfur sonur hennar ,ætluðu þau að versla innfluttningsgjöf fyrir vinkonu systur minnar. þegar þau koma inn í  verslunina byrjar krúttið á því að bjóða  góðan daginn og labbaði að afgreiðsluborðinu þar sem afgreiðslukonan stóð og þegar hann er komin að borðinu þá sér hann svona kvittanamottu og spyr  konuna í sakleysi sínu HVAÐ ER ÞETTA :) setti þessi þá líka"fína" frú upp illt auga og sagði við barnið     ég svara ekki svona heimskum spurningum :(    Angry  ARRRRRGGGGHHHH   Devil  þvílíkur dónaskapur .

Mér er sama hvort barnið er heilbrigt eða einhverft svona á ekki að leyfa sér að svara barni, hvað þá kona í þjónustustarfi.

 Komdu fram við aðra eins og þú vilt að komið sé fram við þig :)


Eurovisionstemmari :)

Jeremías........ég er að verða svo spennt fyrir eurovision :) mikið ætla ég að vona að okkur gangi vel á morgun....krossa fingur og ÁFRAM ÍslandWizard

Ææ, ég er búin að gefast upp á að gefa krúttmundi sýklalyfin því þau fara svo skelfilega í magan á honum hann er bara með pípandi borubunur og er botnin á honum eftir því. Hann er búinn með sveppa lyfjakúrinn svo það er ekki hægt að kvelja hann lengur, síðustu nætur hef ég þurft að  skipta á honum nokkru sinnum yfir nóttina því annars er hann bara á floti í dr.... á morgnana ojojoj blessaður karlinn.  Vona ég að þessir  5 dagar hafi gert eitthvað fyrir eyrun  hans. Það er afskaplega slæmt að þurfa að hætta að gefa honum lyfjkúrinn því það er alltaf best að klára þá kúra sem börnin eru sett á en Dr Sigurður er alveg sammála mér að þetta er ekki að gera sig fyrir hann ræfilinn...:( vona bara það besta.

Jóhann Gabríel spurði mig áðan hvort ég vissi hvort maður geti verið alsber uppi í geim og hvort ég vissi hvort Guð væri með vængi og af hverju er Guð ósýnilegur........ég fór í þvílíkt krúttukast á drenginn að það hálfa væri........hann er yndislegur þessi tæplega 4 ára gaur,taka hann og étann

Þangað til næst hafið það gott :)


Yndisleg helgi að baki

Ég átti alveg yndislega helgi. Brúðkaupið var hreint út sagt frábært, að sjálfsögðu vældi ég þegar brúðhjónin gengu í salinn, mér finnst fátt yndislegra . InLove Mikið dansað og sungið í þessu brúðkaupi og vaknaði ég rám og með strengi daginn eftir :) Váá´hvað ég skemmti mér vel Smile Á laugardeginum skelltu við okkur svo í smá afganga til þeirra því brúðguminn átti jú 40 ára afmæli þann dag :)

Litlli kútur er ekkert búinn að vera neitt sérlega hress síðustu daga,hann er enn með hita og verið frekar slæmur í llitlu lungunum sínum, pínu mikill  piirulíus Sick Thelma mín átti svolítið erfitt með að passa hann meðan við vorum í veislunni því hún hélt oft að hann væri að kafna, en það hafðist allt hjá henni, duglegu stelpunni minni :) Nú er hún á leið í Skagafjörðinn í þriggja daga skólaferðalag nýkomin heim ( föstud) úr þriggja daga ferðalagi sem hún fór í með unglingadeildinni (Björunnarsveitinni). þvílíkt mikið að gera hja þessari sætu skvísu.

En þá er það stóra spurningin......... þarf klósettpappír endilega að vera hvítur ? ........ég bara  spyr ,því ég álpaðist til þess að kaupa eina pakkningu af bláum rúllum og guð minn góður hvað það er búið að fara í taugarnar á heimilisfólkinu hér á bæ,bæði stórum og smáum....hahaha .ekki er ég að skilja af hverju það skiptir máli hvernig  pappírinn er á litinn...........kaupi aldrei aftur bláan klósettpappír því get ég lofað LoL hahaha


Fallegur dagur.

Hvað er þetta eiginlega með karlmenn og brjóst Smilehahaha minn kom heim í gær og spurði mig ertu ófrísk? Af hverju spyrðu að því...... Svar: mér finnst brjóstin á þér eitthvað hafa stækkað.......... Nei ég er EKKI ófrísk er bara kominn í gamla haldarann LoL muhahaha farin úr gjafahaldaranum. Jahérna hér EKKI tók hann eftir því að ég hefði verið nýkomin úr klippingu og litun Grin hahahahha ekta karlmaður þessi elska :) Ánægð með það........

En að litla pjakki ég hefði nú betur sleppt því að segja að hann væri að hressast því í fyyradag var hann kominn í 39+ og vakti hreinlega alla nóttina grátandi, þannig að ég fór með hann til Dr Sigga í gær og eru eyrun hans orðin mjög slæm og mikið grænt ho..... :( Ákvað hann að nota tækifærið á meðan hann er að fá sveppainntökulyf að gefa honum sterk breiðvirkt sýklalyf og sjá hvað það gerir.......vonandi bara að það virki vel :)

Þá er það bara Brúðkaup og afmæli í kvöld, já mín allra besta vinkona, hún Munda megakrútt ætlar að ganga í það heilaga með honum Massa sínum InLove Massi verður fertugur á morgun:) Ég hlakka þvílíkt til að mæta í þessa veislu til þeirra , þau eru svo frábær bæði tvö .)     

Heart Innilega til hamingju elskurnar mínar með þennan gleðidag  í ykkar lífi Heart

Júlí 298

    Munda vinkonukrútt með stubbalinginn minn :)

Þangað til næst, hafið það gott og njótið veðurblíðunnar..

 

Næsta síða »

Um bloggið

Skruddulina

Höfundur

Guðrún Hauksdóttir
Guðrún Hauksdóttir

 Sumarið er tíminn :) Ég er 39 ára kona sem lætur sig varða málefni langveikra barna. Stolt 5 barna móðir og eiginkona .

garuska@simnet.is

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • 172
  • 149
  • 144
  • 095
  • oktober 062

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband