smá update af sætalíusi

Fór með litla sætalinginn minn til HNE læknis í fyrradag og skoðaði hann kútinn vel og vandlega, ekki leist honum neitt allt of vel á að hægt væri að svæfa þennan litla kút á næstunni nema hann yrði meðhöndlaður mjög vel áður með sýklalyfjum,pústi og sterum, hann tók það ekki í mál að taka nefkirlana hjá honum vegna þess hversu veikur hann er í lungum,,,,,,,en tók samt frá tíma næsta miðvikudag til þess aö reyna að setja rör,,,ætla ég að vona að það hjálpi og honum fari að líða betur. Svo nú er bara að krossa fingur og vona það besta.

Fórum svo og hittum lækninn okkar í gær,hann ákvað að gefa honum stóran skammt af sýklalyfi í vöðva, hann fékk skot í sitthvort lærið eins og venjulega OMG lærin á honum urðu fjórföld strax á eftir, hef bara aldrei séð annað eins Frown einnig setti hann kútinn á stóran steraskammt sem hann á að vera á þangað til hann fer í aðgerðina á miðvikudaginn,,,,,,arrrrg,,,, hann á eftir að vera spinnigal af öllum þessum sterum, einnig verð ég að vera rosalega dugleg að pústa hann aukalega með öllum pústunum hans,svo fær hann væntanlega eitt skot í vöðva á þriðjudaginn. Ef þetta gengur vel ætti að vera hægt að svæfa hann....Ég verð að játa það að ég hlakka ekkert sérlega mikið til þess að fara með hann í svæfingu,,,hef alltaf verið soddan ógurlegur kjúklingur þegar verið er að svæfa börnin mín,finnst það alltaf jafn óþæginlegt að horfa á þau sofna Pinch sérstaklega þegar ég hef þurft að halda á þeim í fanginu (sem eru nokkur skipti)þegar þau eru svæfð Sleeping En þetta er víst bara hluti af því að eiga veikt barn.

Mynd af sætalingi síðan um daginn þegar við vorum á Lansa í smá rannsóknum..

095   

                                                      Hér eru þau systkinin á leið í háttinn Smile 

                                                     144

                                Krúttmundur InLove bara sætastur.     

149

                                                       Svo þarf nú að ryksuga áður en farið er í háttinn Heart

                                                      172

 

Knúsið hvort annað í kuldanum Heart

 


Bloggfærslur 3. október 2008

Um bloggið

Skruddulina

Höfundur

Guðrún Hauksdóttir
Guðrún Hauksdóttir

 Sumarið er tíminn :) Ég er 39 ára kona sem lætur sig varða málefni langveikra barna. Stolt 5 barna móðir og eiginkona .

garuska@simnet.is

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • 172
  • 149
  • 144
  • 095
  • oktober 062

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband