Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Eru ekki allir hressir bara ;)

Litli snáðinn hefur verið mjög slappur, á laugardag og sunnudag var hitinn kominn í 40 og minn maður ekki alveg að meika það vildi bara liggja á mömmu sinni en hitinn er núna kominn aftur niður í tæp 39 og er ég því vongóð um að þetta fari nú að koma hjá honum.... Æ ég finn svo mikið til með litla snáðanum :( Það er búið að taka sýni úr nösunum á honum svo hægt sé að ath. hvort þetta séu ónæmar bakteríur ,það tekur einhverja daga að fá út úr því..

Nú sefur drengurinn út í eitt,eitthvað sem hann er ekki vanur að gera. Læknirinn heldur að það sé út af steratöflunum en það þekki ég ekki því alltaf þegar Jóhann Gabríel er á sterum þá er hann mjög æstur,úrillur og sefur ekkert. Litli anginn er svo lítill í sér og þreyttur ég má helst ekki setja hann frá mér, sem er nú kannski ekki nógu gott ástand þar sem skottan mín hafði á orði við mig í gær að ef hún hitti á prestinn í dag þá þyrfti hún nú að segja henni það að ég væri nú ekki að sinna henni nógu mikið þessa dagana, væri nú bara að sinna Svenna litla og það væri nú ekki sammgjart gagnvart henni:) hehe hún er svo mikil snúlla.... Auðvitað hafa þessi veikindi bræðra hennar gert það að verkum að hún fær ekki alltaf eins mikla athygli og hún myndi vilja en hún er nú nokkuð dugleg að sækja þá athygli sem hún óskar eftir.... hún er bara yndisleg:)

Þá eru það samræmduprófin, já hún Thelma mín er í einu slíku íslenskuprófi núna. Vona ég svo sannarlega að þessi próf gangi vel hjá henni því hún setur sér há markmið. Er ég ekkert endilega sammála því að hafa þessi samræmdupróf, það er bara óþarfa stress sem fer í gang hjá krökkunum í kringum þessi próf....mér þætti nær að meta bara allann veturinn. Hún er til dæmis mjög svo kvíðin fyrir náttúrufræðiprófinu þó svo hennar meðaleinkunn í vetur hafi verið 10 þá einhvern veginn nær þetta að stuða hana og stressa, ég hef svo sem engar áhyggjur af þessum prófum hennar veit að hún gerir alltaf sitt besta :)

Jóhann Gabríel er ennþá með 39 en nokkuð brattur samt þessi elska:)


Bæn.

Fann þessa bæn á netinu ,fannst hún svo falleg. 

Guð ég bið þig um að blessa alla vini mína og ættingja, alla þá sem mér þykir vænt um og líka þá sem ég þekki ekki neitt, en þurfa á blessun þinni að halda.  

Ég bið þig um að blessa þá sem eru að lesa þetta bréf, að þeir finni fyrir krafti þínum, kærleika og ljósi.

Viltu gefa þeim sem eru veikir eða sorgmæddir styrk og innri frið.
Viltu með kærleiks ljósi þínum og hlýju gefa þeim sem hafa lélega sjálfsmynd, endurnýjað sjálfstraust. Ég bið þig um að styðja þá og styrkja sem hafa lítið af heimsins gæðum.

Ég bið um blessun þína Guð til allra sem lesa þetta bréf, fyrir heimili þeirra, fjölskyldum og vinum. Viltu biðja verndarengla þína að vaka ávallt yfir þeim í öllum því sem þau taka sér fyrir hendur.

Með einlægu þakklæti.

Pirripirr :(

Já, ég er frekar pirruð á því núna..... fór í gær með litla manninn á vaktina í Kef, hitti þar á fínan lækni ,ekki alltaf sem það gerist þar ,en hvað um það. Hann byrjar á því að skoða útbrotin og fannst þau einna helst líta út sem ofnæmi eða vírus ekki alltaf gott að sá muninn, síðan hlustaði hann kauða og auðvitað brakaði og kurraði mikið í honum ,einnig er hann aftur kominn með eyrnabólgu í bæði eyru svo læknirinn vissi ekki allveg hvað hann ætti nú að gera fyrir þennan litla pjakk sem er búinn að fá tvo sýklalyfjaskammta á 2 vikum :(  hann ákveður að senda okkur í lungnamyndatöku á barnaspítalann en áður en við færum ákvað hann að hringja í barnalækninn okkar og spyrja hann hvað honum finndist við ættum að gera ,hann vildi setja hann á stera. Ég sagði honum að ég kæmist bara ekki með hann fyrr en á morgun þar sem ég var ekki með neina pössun fyrir HK og Jóa því hún Thelma mín var að fara á söngleik í bænum, það var ekkert mál en bauð hann mér númerið sitt ef honum versnaði eitthvað til morgun þá mætti ég hringja.... Hann var með hrikalega slæman hósta í nótt og í dag var hitinn kominn í 39,4 svo ég ákvað að skella mér á barnaspítalann með gaurinn til þess að fá lungnamynd af honum....sá sem tók á móti okkur fyrst fannst hann skelfilega slæmur og sagðist ætla að fá sérfræðing til að panta mynd en kom svo til baka með sérfræðingnum og hlustaði hann drenginn í gegnum fötin og sagði svo enga myndatöku þetta er örugglega bara víruslungnabólga úr því hann er búinn að vera á tveimur skömmtum af sýklalyfjum síðustu tvær vikur. með það fór ég bara heim alveg hrikalega örg eitthvað því litli strumpurinn er búinn að vera svona í 11 daga eða síðan hann fór í fyrstu mótefnlyfjagjöfina...Arrrrg  og  til að bæta geðheilsuna hjá múttunni þá er Jóhann Gabríel kominn með 40 stiga hita.

En auðvitað ætla ég að taka á þessu með bros á vör eins og alltaf :)


Hana nú.

 Ég verð að segja það að mér finnst þessi mótmæli fluttningabílstjóra alveg komin út fyrir alla skynsemi, væri ekki bara nær að gera þetta bara uppá á gamla mátann, skrúðganga niður Laugaveginn með kröfuspjöld :) hehe .Held hreinlega að það myndi skila betri árangri en  allt þetta ofbeld og öll þessi læti. það geta allir verið sammála um of hátt bensínverð, þetta er bara ekki rétta leiðin og hana nú.

Litli kallinn minn er ekki mikið hressari, er hrædd um að það sé farið að festast ofan í honum alla vega brakar mikið í lungunum hans. Hann er ennþá svona mikið horaður:( við fórum og hittum Sigurð okkar síðastliðinn Þriðjudag og mat hann stöðuna þannig að við ætluðum að'bíða aðeins með láta gefa honum í æð því eyrun voru betri,hann ákvað að setja hann á annað sýklalyf við lungum og kinnholum en vitið menn það var ekki að ganga að gefa honum það því hann fékk um leið einhver útbrot og sveppasýkingu. Ætla að tala við Dr Sigga á eftir og sjá hvað hann vill gera í stöðunni. hef nú trú á því að þetta fari nú allt að koma með hækkandi sól Cool


Gleðilegt sumar :)

           vinir   

              HeartVinirnir Jóhann Gabríel og Jón Sverrir Heart


Dásamlegt sumardagurinn fyrsti á morgun.

Já sumarið er tími gleðinnar ,alltaf verð ég jafn ánægð þegar sumarið er skollið á. Þá fara börnin út að leika og hanga ekki inni i tölvuleikjum eða yfir sjónvarpinu. Ég sakna þess að sjá börnin ekki í þeim hópleikjum sem voru stundaðir þegar ég var yngri td.brennó,stófiskaleik,ein króna og teyjutvist. hehe  Ég held hreinlega að flestir séu hamingjusamari og jákvæðari á sumrin.

Það er aðeins tvennt sem ég þoli illa yfir sumatímann, það eru geitungar og köngulær omg ég hreinlega hata þessi kvikindi :(

Þessa dagana er ég aðeins að sleppa hendinni af skottunni þ.e.a.s leyfa henni að fara aðeins lengra en að enda götunnar sem við búum við., og ætlar hún ekki að láta segja sér það tvisvar að hún megi nú fara aðeins í burtu með vinum. síðastliðinn föstudag var hún úti að leika sér við fullt af krökkum ,svo þegar hún átti að fara að koma inn þá fann ég hana ekki og byrjaði að hringja hús úr húsi til að athuga hvort hún væri þar en allstaðar var svarið NEI hún var að fara, svo loksins skilaði hún sér heim þá sagði ég nú við hana að þetta væri ekki að ganga að ég  hefði verið orðin hrædd og farin að sakna hennar, þá svaraði mín kona því til að hún hefði nú líka verið farin að sakna mín en  ÞAÐ SÉ NÚ BARA ORÐIÐ TÍMABÆRT AÐ HÚN FÁI AÐ EIGA SÉR SITT EIGIÐ LÍF :) LITLA SKOTTAN BARA  6 ára. Grin


Anginn litli :(

Ekki er maður mikið að hressast :( Erum að fara í tékk  til Sigurðar á eftir, þarf líklega að fara á barnasp og fá í sýklalyf í æð.

Set hérna inn eina mynd sem ég tók í gær af langflottasta snáðanum :)

Apríl 228


Erfiðir dagar hjá Svenna litla.

Ekki ætlar þetta að ganga þrautarlaust fyrir sig hjá mínum manni, hefur verið frekar mikið pirraður þessi elska . Hann er enn með hita og verulega slæmur í lungum og svakalega mikið h... tekur mikið í eyrun líka . Ég ætlaði að fara með hann á lansa í dag en ákvað að bíða til morguns og sjá hvernig hann plummar sig í nótt , hann er sofandi eins og er en átti virklega bátt þegar hann var að sofna ;( í þessu er hann að vakna upp ætla að hlaupa til og sinna honum.

Jóhann Gabríel er kominn með einhverja pest, með tilheyrandi hita hósta og hori.

Svenni ætlar ekki að sofna aftur srtrax svo ég verð að hætta, það hefur verið eitthvað lítið um svefn undanfarið :(


Lítill pirrulíus.

Smá fréttir af litla kút, hann hefur verið frekar mikið pirraður undanfarna daga:( Tvær síðustu nætur hafa verið okkur erfiðar,hann hefur lítið sofið og bara grátið út í eitt í fyrrinótt vaknaði hann um miðnætti og sofnaði ekki fyrr en undir 6 hann svaf samt aðeins betur í nótt anginn litli. Við fórum í skoðun til Sigurðar okkar í dag og er hann ennþá með mikla eyrnabólgu og þvílíkt mikið grænt h... og hita en lungun eru betri, er einnig enn með svona mikinn niðurgang, þarf að fara með fleiri púpsýni á morgun í rannsókn. Hann er semsagt búinn að vera frekar pirraður og ergilegur þessi elska :( vona að hann verði betri á morgun annars þarf ég að tala við þá niður á lansa. Fór í apótekið í dag og fékk yfirlit yfir þau lyf sem hann hefur fengið og vááá hann er búinn að fá einn til tvo skammta af sýklalyfjum í hverjum mánuði frá því hann var 7 vikna. Litli kúturinn byrjaði að fá grænt ho.. þegar hann var bara 2 vikna . Æji ég finn svo til með þessum litla kropp,búinn að eiga svo erfitt strax frá fæðingu. Byrjaði strax á því að berjast við það að vera með of mikið blóð og þyngjst ekki, svo loksins þegar maður byrjaði að þyngjast þá tóku veikindin við :( Vona að þetta fari nú að koma hjá Svenna sæta


Mótefnalyfjagjöf nr 1 hjá litla kút.

  Jæja þá er fyrsta mótefnalyfjagjöfin búin hjá honum Sveini þór. Við vorum mætt niður á lansa kl:9  hittum þar hann Ásgeir Haraldsson ónæmissérfræðing hann byrjaði á því að taka blóðprufur hjá drengnum í ca 10-15 blóðprufuglös án djóks þetta var heill hellingur af blóðprufum, þegar það var afstaðið þurfi hann að finna aðra æð fyrir legginn og stinga hann aftur, minn maður var sko alls ekki sáttur við það  :( en Ásgeir var svo frábær að hann söng bara fyrir hann meðan hann leitaði að heppilegri æð fyrir legginn. Hann er með svo erfiðar æðar að það hefur ekki gengið neitt sérlega vel hingað til að taka úr honum blóð en þetta gekk rosalega vel hitti bara strax á æð sem ekki hljóp undan. Síðan setti hann lyfið af stað ,það er ca 4-5 tíma að renna í líkamann svo er æðin skoluð og það tekur ca klukkutíma að renna í líkamann . Eftir að lyfið var byrjað að renna þá vorum við send niður á bráðamótöku í lungnamyndatöku, ekki gladdi það litla kút neittt sérstaklega því við vorum þrjár sem þurftum að halda honum með hendur upp fyrir höfuð meðan myndirnar voru teknar, kúturinn var alveg orðin raddlaus eftir þetta, litla skinnið þetta tekur mikið á. Við fórum svo bara aftur upp á deild og hittum hann Ásgeir aftur fór hann þá bara að purra mallakútinn á Sveini Þór og knúsast í honum.Hann meira að segja tók hann og snýtti honum og sagði svo í djóki að það þyrfti að vigta hann aftur því það kom svo mikið grænt hor :) þvílíkur gæða læknir hér á ferð.   Um hádegi hittum við annan lækni sem heitir Kristján og var hann ekki síðri, hann skoðaði litla manninn fram og aftur kom þá í ljós að lungun voru ekki alveg hrein og bullandi eyrnabólga í báðum eyrum og mikið slím uppí munni sem hann bara tók með tunguspaða.. þó svo að það sé orðið illmögulegt að gefa honum sýklalyf þá vildi hann senda okkur heim með einn skammt og athuga hvernig það gangi að gefa honum það.  Við eigum svo að mæta í næstu lyfjagjöf  eftir 4 vikur eða þann 13 mai og fáum við þá útkomur úr þessum blóðprufum sem teknar voru í dag. Við vorum svo kominn heim aftur um kl: 16:00 elsku snúllinn minn alveg búinn á því. hann er búinn að vera frekar slappur eftir að við komum heim og vona ég svo innilega að hann verði ekki veikur eftir þetta. Læknarnir sögðu að hann gæti orðið veikur næstu daga og fengið háan hita.


Um bloggið

Skruddulina

Höfundur

Guðrún Hauksdóttir
Guðrún Hauksdóttir

 Sumarið er tíminn :) Ég er 39 ára kona sem lætur sig varða málefni langveikra barna. Stolt 5 barna móðir og eiginkona .

garuska@simnet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 928

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • 172
  • 149
  • 144
  • 095
  • oktober 062

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband