Mótefnalyfjagjöf nr 1 hjá litla kút.

  Jæja þá er fyrsta mótefnalyfjagjöfin búin hjá honum Sveini þór. Við vorum mætt niður á lansa kl:9  hittum þar hann Ásgeir Haraldsson ónæmissérfræðing hann byrjaði á því að taka blóðprufur hjá drengnum í ca 10-15 blóðprufuglös án djóks þetta var heill hellingur af blóðprufum, þegar það var afstaðið þurfi hann að finna aðra æð fyrir legginn og stinga hann aftur, minn maður var sko alls ekki sáttur við það  :( en Ásgeir var svo frábær að hann söng bara fyrir hann meðan hann leitaði að heppilegri æð fyrir legginn. Hann er með svo erfiðar æðar að það hefur ekki gengið neitt sérlega vel hingað til að taka úr honum blóð en þetta gekk rosalega vel hitti bara strax á æð sem ekki hljóp undan. Síðan setti hann lyfið af stað ,það er ca 4-5 tíma að renna í líkamann svo er æðin skoluð og það tekur ca klukkutíma að renna í líkamann . Eftir að lyfið var byrjað að renna þá vorum við send niður á bráðamótöku í lungnamyndatöku, ekki gladdi það litla kút neittt sérstaklega því við vorum þrjár sem þurftum að halda honum með hendur upp fyrir höfuð meðan myndirnar voru teknar, kúturinn var alveg orðin raddlaus eftir þetta, litla skinnið þetta tekur mikið á. Við fórum svo bara aftur upp á deild og hittum hann Ásgeir aftur fór hann þá bara að purra mallakútinn á Sveini Þór og knúsast í honum.Hann meira að segja tók hann og snýtti honum og sagði svo í djóki að það þyrfti að vigta hann aftur því það kom svo mikið grænt hor :) þvílíkur gæða læknir hér á ferð.   Um hádegi hittum við annan lækni sem heitir Kristján og var hann ekki síðri, hann skoðaði litla manninn fram og aftur kom þá í ljós að lungun voru ekki alveg hrein og bullandi eyrnabólga í báðum eyrum og mikið slím uppí munni sem hann bara tók með tunguspaða.. þó svo að það sé orðið illmögulegt að gefa honum sýklalyf þá vildi hann senda okkur heim með einn skammt og athuga hvernig það gangi að gefa honum það.  Við eigum svo að mæta í næstu lyfjagjöf  eftir 4 vikur eða þann 13 mai og fáum við þá útkomur úr þessum blóðprufum sem teknar voru í dag. Við vorum svo kominn heim aftur um kl: 16:00 elsku snúllinn minn alveg búinn á því. hann er búinn að vera frekar slappur eftir að við komum heim og vona ég svo innilega að hann verði ekki veikur eftir þetta. Læknarnir sögðu að hann gæti orðið veikur næstu daga og fengið háan hita.


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skruddulina

Höfundur

Guðrún Hauksdóttir
Guðrún Hauksdóttir

 Sumarið er tíminn :) Ég er 39 ára kona sem lætur sig varða málefni langveikra barna. Stolt 5 barna móðir og eiginkona .

garuska@simnet.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 950

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • 172
  • 149
  • 144
  • 095
  • oktober 062

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband