Krúttmundur kvartsári

Þessi dagur var frekar erfiður hjá krúttmundi litla :( eftir lítinn sem engan nætursvefn vorum við mætt á Lansa rétt fyrir níu í morgun, byrjuðum á því að hringsóla í ca 10 - 15 mín í leit að bílastæði GetLost getur það verið að erfitt sé að fá stæði þar hmmm. 

Lena tók á móti okkur og byrjaði að hafa til lyfin meðan læknanemi skoðai lilla boy, kom þá í ljós að hann er kominn með eyrnabólgur í bæði eyrun sín, lungun eru bara þokkaleg.....einnig er hann með einhvern vibba í kringum annað augað og munninn en hún gat svo sem ekki sagt mér hvað þetta er ;/ eftir skoðun var komið að því að finna hentuga æð fyrir legginn, auðvitað gekk það ekki vel frekar en fyrri daginn og var minn maður ekki neitt sérstaklega ánægður með þessa meðferð, láta stinga sig aftur og aftur Sick hann lét þær sko í sér heyra......æji :( hvað mér þykir þetta alltaf jafn erfitt.

Hann var frekar ergilegur í dag og grét mikið, mátti helst ekki yrða á hann og vildi hann bara láta mig ganga með sig um gangana úffff hvað ég er orðin þreytt í skrokknum, aftur farin að þurfa að taka íbufen við verkjum í öxlum og baki, það tekur á að ganga í nokkra tíma með 10 kíló nánast alla daga. Hann sígur sko þokkalega vel í þessi elska :) Lena gaf honum svo tvo stíla og leið honum þá aðeins betur :)

Loks kom höfðinginn hann Ásgeir, kíkti á kauða og hélt jafnvel að þetta hjá auganu og munninum væri handa- fóta og munn vesenið (ginið og klaufinn) Ásgeir tók sýni til ræktunar úr nefinu á Krúttmundi og ákvað að gefa honum sýklalyf í æð út af eyrunum og vildi hann að leggurinn yrði ekki tekin því hann á að fá aðra lyfjagjöf í æð á fimmtudaginn. Þá ætlar hann að kíkja betur á hann...

Ekki hefur mér gengið neitt sérlega vel með þessa færslu því krútti litli er alltaf að vakna svo ég nenni ekki meiru í kvöld. Er líka orðin frekar dofin af þreytu.

Góða nótt og guð geymi ykkur Heart

 


Bloggfærslur 10. júní 2008

Um bloggið

Skruddulina

Höfundur

Guðrún Hauksdóttir
Guðrún Hauksdóttir

 Sumarið er tíminn :) Ég er 39 ára kona sem lætur sig varða málefni langveikra barna. Stolt 5 barna móðir og eiginkona .

garuska@simnet.is

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • 172
  • 149
  • 144
  • 095
  • oktober 062

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband