26.7.2008 | 11:41
englakroppakrúttið mitt er eins árs í dag
Já, það er víst liðið eitt ár frá því þessi litli krúttköggull kom í heiminn hann kom í heiminn með hraði, þessari elsku lá greinilega mikið á því ég vaknaði heima hjá mér um fjögurleytið og hann var fæddur rétt fyrir klukkan fimm á sjúkrahúsinu í Keflavík ( bý í Grindavík).
Við foreldrarnir vorum ein þegar hann fæddist því við vorum bara rétt komin inn í andyri fæðingardeildarinnar þegar hann skaust í heiminn....... litli anginn skaust því beint í buxurnar hjá múttunni sinni sem sat í hjólastól því hún gat ekki gengið, var svoooo slæm í grindinni, ljósmóðirin var því fjarri góðu gamni þegar hann mætti á svæðið, var að aðstoða aðra konu sem var að fæða í baðinu. Tókum við því bara sjálf á móti honum þangað til ljósan kom sem var að vísu mjög fljótlega, því sú sem var á vakt hafði kallað aðra út þegar ég hringdi og boðaði komu okkar. ekki það að allar mínar fæðingar hafa alltaf gengið eins og í lygasögu, hef átt þau öll innan klukkutíma frá fyrstu alvöru verkjum
ekki amalegt það.
Þessi litli gleðigjafi hefur sko þurft að hafa fyrir lífinu er nánast búin að vera veikur frá fæðingu :(
Nýfæddur prins, múttan enn í hjólastólnum
Eins árs prins á hjólinu sem við gáfum honum í afmælisgjöf
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggfærslur 26. júlí 2008
Um bloggið
Skruddulina
Nýjustu færslur
- 27.10.2008 Það er svo sem ekkert að frétta.....
- 8.10.2008 allt gekk vel í dag :)
- 7.10.2008 hef þetta bara stutt núna.....
- 3.10.2008 smá update af sætalíusi
- 1.10.2008 Lítið sem ekkert að gerast á þessum bæ.....
Tenglar
Mínir tenglar
Myndaalbúm
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar