9.5.2008 | 18:57
Jabbadabbadú.
Hvað haldið þið hann Jóhann Gabríel rúsínu rassarófa er að byrja í leiksskóla 1 júní hún Hulda leikskólastýra hringdi í mig í gær og boðaði mig í viðtal í næstu viku. Hún hefur hringt í mig reglulega síðan hann var ca 2 ára og ath stöðuna á honum en hingað til hefur hann ekki fengið grænt ljós vegna veikindanna að byrja í leiksskóla. En nú held ég að honum sé orðið óhætt að byrja enda er maður að verða 4 ára í sumar og alltaf lengra og lengra bil á milli veikinda hjá honum, að vísu er hann búinn að fá þrjár leiðinda pestar núna síðastliðinn mánuð en þetta hefur samt lagast heilmikið hjá honum , hann er ekki eins lengi að vinna sig út úr pestunum eins og hann gerði og lungun hans hafa verið alveg til friðs í svolítinn tíma :) þegar ég sagði honum hver hefði verið að hringja þá sagði hann bara JESSSS ég er að byrja í leikskóla jabbadabbadú þvílíkt hamingjusamur algjör krúttmundur. hmmm........Hvernig fer ég að þegar hann er ekki heima á daginn ég er svo háð honum er jú búin að vera heima með honum í fjögur ár........ smá kvíðin en ánægð fyrir hans hönd ,hann hefur svo gott af því félagslegaséð að komast í leiksskóla. Stundum held ég að við foreldrarnir séum háðari börnunum en þau okkur. hehe
Thelma mín kláraði síðasta samræmda prófið sitt í gær, hún ákvað að taka öll 6 prófin og er bara lukkuleg með árangurinn :) mikið sem ég var nú glöð að hún fór nú bara á sína körfuboltaæfingu í gærkvöldi og svo út á bátana með unglingadeild björgunarsveitarinnar ekkert vesen svo er hún bara að fara að vinna í kvöld og alla helgina. Veit að það er eitthvað af krökkunum sem ætlaði að "djamma" um helgina en sem betur fer bara lítill hópur :( hún er jú að safna sér fyrir gjaldeyri til að fara út til Sviss í körfuboltabúðir í tvær vikur í júlí og viku til Þýskalands í ágúst með unglingadeildinni. Vááá hvað ég á eftir að sakna hennar :(
Skottan mín fór áðan á sína síðustu körfuboltaæfingu á þessu tímabili, ætla að vona að hún vilji halda áfram næsta vetur. þessa dagana er skólastarfið oft öðruvísi, hún er búin að fara í fjöruferð og útileikjadag á rollutúni svo eitthvað sé nefnt. Hún er bara hin hamingjusamasta þessa dagana.
Litli kútur er eitthvað hressari kominn á sýklalyf, en hann er svakalega upptjúnaður af sterunum, er rosalega rellinn og á bágt með svefn. Hefur hann verið að vakna ca 953 x á nóttu.... nei nei ekki alveg svo slæmt :) og ekki náð að hvíla sig nógu mikið yfir daginn,annars er hann bara lang flottastur og bestastur.
Þórunn vinkona Auðar minnar eignaðist yndislegan 15 marka prins í morgun, hún er bara 16 ára alveg hreint ótrúlega dugleg stelpa:) Elsku Þórunn og Villi til hamingju með litla krúttið ykkar ohh hlakka svo til að fá að sjá hann og máta
Af gefnu tilefni langar mig að biðja alla að fara varlega í umferðinni og vera vakandi yfir því að börnin eru komin á hjólin, hann Elvar Smári litli frændi minn varð fyrir bíl í gær á hjólinu sínu en sem betur fer slasaðist hann minna en útlit var fyrir í fyrstu. Sendi ég honum batakveðjur á barnaspítalann.
Knús knús á línuna
Um bloggið
Skruddulina
Nýjustu færslur
- 27.10.2008 Það er svo sem ekkert að frétta.....
- 8.10.2008 allt gekk vel í dag :)
- 7.10.2008 hef þetta bara stutt núna.....
- 3.10.2008 smá update af sætalíusi
- 1.10.2008 Lítið sem ekkert að gerast á þessum bæ.....
Tenglar
Mínir tenglar
Myndaalbúm
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábærar fréttir að Jói fá loksins að fara á leikskóla!! Þú stendur þig hrikalega vel elsku frænka, fólk ætti að taka þig til fyrirmyndar
Sara Guðmundsdóttir, 11.5.2008 kl. 09:55
Þetta verður bara frí fyrir þig líka þegar hann byrjar á leikskólanum held ég nú bara. En þetta eru frábærar fréttir og vekja uppp hjá mér von um að þetta lagit allt saman með tímanum.
Hulda Sigurðardóttir, 11.5.2008 kl. 20:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.