28.5.2008 | 23:06
Fannst um klukkan 21:00........
Já, hann Jóhann Gabríel var týndur í 5 klukkutíma áðan, guð minn góður ég var komin niður í björgunarsveitarhús þegar hann fannst, ég var búin að keyra um alla Grindavík í nokkra klukkutíma í leit af syni mínum ............Björgunarsveit og lögregla voru að hefja skipulagða leit af litla tæplega fjögurra ára drengnum mínum þegar hann fannst, guði sé lof að hann fannst heill á húfi þessi yndislegi drengur minn ég er gjörsamlega búinn bæði á líkama og sál núna svo ég kem með betri færslu á morgun......Ætlar þetta álag engan endi að taka?
Jóhann Gabríel sætilingur
Knús og kossar inn í nóttina
Um bloggið
Skruddulina
Nýjustu færslur
- 27.10.2008 Það er svo sem ekkert að frétta.....
- 8.10.2008 allt gekk vel í dag :)
- 7.10.2008 hef þetta bara stutt núna.....
- 3.10.2008 smá update af sætalíusi
- 1.10.2008 Lítið sem ekkert að gerast á þessum bæ.....
Tenglar
Mínir tenglar
Myndaalbúm
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Guð minn almáttugur, ég er í vinnunni, get þess vegna ekki grenjað en er alveg að missa það......
Kristbjörg Clausen (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 09:22
Guð hvað ég hefði orðið hrædd líka. Ég lenti í þessu einu sinni með hann Andra minn og ég ver ekkert smá hrædd. Kjalarnesið er ekki stór staður en Vesturlandsvegurinn er fyrir ofan húsið okkar og sjórinn ekki langt fyrir neðan okkur. Ég var farin að grenja úr áhyggjum en hann fannst svo í einhverju húsi hjá einhverju nýjum vin sem ég var ekki búin að hitta áður.
Hulda Sigurðardóttir, 29.5.2008 kl. 10:32
þessi strákar okkar..... en eins gott að hann fannst heill á húfi.... skil vel hvernig þér leið..... js týndist um daginn en það var bara í um 10 mínútur og vá hvað ég var hrædd þannig að ég get tí faldað mína hræðslu við þína....
knús og koss á þig sæta mín og láttu þér líða vel... þú ert HETJA
Þórunn Eva , 29.5.2008 kl. 10:33
Guð minn góður....og enginn búinn að segja mér frá þessu.....var þetta eitthvað leyndarmál? Ja, maður spyr sig....ætli þær í Yemen viti af þessu :)
Stórt knús á ykkur gullfjölskylduna í Grindó - hetjur hver og ein á ykkar sviðum. Jói landkönnuður fer heldur ekki varhluta af gullmagni og krúttheitum....en Guði sé lof og öllum hans vinum fyrir að ekki fór verr og drengurinn fanst, heill á húfi!
Þarf að heyra alla söguna fljótlega....segi eins og Kibban er hér að berjast við tárin.....þetta er skelfileg tilfinning að týna barninu sínu!
Kv. Gurran í Holtó
Gurra (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 12:03
Það vita heilög hamingjan og óheilög óhamingjan að það er VONT að týna barninu sínu. En gott að hann fannst.
Einar Clausen (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 12:37
Gott að hann fannst heill
En ég bara verð að viðurkenna að hann er ekkert smá sætur strákur
Róslín A. Valdemarsdóttir, 29.5.2008 kl. 13:15
Je dúda mía. Það á ekki af ykkur að ganga. Vonandi eru rólegir tímar framundan
Sóley Valdimarsdóttir, 29.5.2008 kl. 22:46
OMG ég skil vel að þú sért búin á því elskan mín. En vonandi fara að koma betri tímar og rólegri hjá ykkur. En læt það fylgja með að þú og þínir eruð HETJUR:-)Kossar og knús héðan frá okkur úr rigningunni á spáni Heyrumst fljótl snúllan mín
Heija (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 08:26
Guð eins gott að hann fannst.
Omg ég veit ekki hvað ég mundi gera ef ég myndi lenda i þessu.
http://umhetjunaokkar.bloggar.is
Erna Sif Gunnarsdóttir, 31.5.2008 kl. 13:45
Takk takk fyrir hlýjar hugsanir dúllurnar mínar
Guðrún Hauksdóttir, 2.6.2008 kl. 12:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.