4.6.2008 | 22:35
Jææææjja..............
Ekki líst mér neitt sérdeilis vel á það sem hann Ívar var að segja á Bylgjunni í morgun........hann var að lesa einhverja frétt frá USA að flugfélög þar væru að spá í að breyta flugfargjöldum í flugmiða pr kíló þ.e.a.s hvert flugfargjald miðast við þyngd hvers og eins.........já, t.d ef við fjölskyldan ætlum að skella okkur út í fjölskylduferð þá væri ekki hægt að greiða fyrir miðana fyrr en öll fjölskyldan væri búin að stíga á vigtina hjá flugfélaginu....omg þetta segja þeir að verði að gera vegna hækkandi olíuverðs. Jú, eftir því sem farþegar eru þyngri því meira eldsneyti. jesemías
Hvað skyldi kosta fyrir mig sem er um 60 kg til Ameríku með Icelandair ef þeir tækju þessa vitleysu upp............við skulum sjá, getur þú komið við á einhverri skrifstofunni okkar og stigið á vigtina svo ég geti gefið þér upp verðið á fargjaldinu hahaha,,,,,,, jesemías minn,,,,,,þvílíkt bull........eiga bara þeir sem eru grannir eftir að ferðast í framtíðinni?
Smá fréttir af litla kútnum, hann er bara nokkuð brattur þessa dagana utan vírusútbrota um allan búk og í andliti, eyrun eru bara semí og lungu bara þokkaleg......hiti hefur ekki farið yfir 38.5 síðan fyrir síðustu helgi sem er ansi flott........... það er eitthvað svo miklu bjartara yfir honum þessa dagana, brosir meira, geðbetri og ekki eins kvartsár þurfti samt að kíkja með hann til doksa í gær og tók það aðeins þrjá og hálfan tíma í bið á biðstofunni,,,,,alltaf stuð á biðstofum lækna hehe
Það er ekki víst að ég geti verið dugleg í blogginu næstu daga,,,,,,,,,,,,af hverju? jú það er svo brjálað að gera hjá mér í trampólín skiptiskipulagi að það er ekki normal. Er að vísu komin með klukkuna úr eldhúsinu til þess að nota sem skiptitíma svo allir geti verið jafn lengi hahaha það eru náttl allir sem vilja prufa og til þess að koma í veg fyrir leiðindi meðal barnanna í hverfinu þá nota ég klukkuna og leyfi tveimur að hoppa í einu 10 mín í senn..........þannig eru allir sáttir hélt að þetta væri ekki svona vinsælt ennþá, þar sem þetta er við annað hvert hús liggur við....en svona er þetta nú bara ;)
Einnig er ég með Jóhann Gabríel í aðlögun á leikskólanum og með aukabarn, Fanný snúlluna hennar Mundu vinkonu,svo við sjáum til hversu dugleg ég verð næstu daga að blogga :)
Þangað til næst krúttin mín
Um bloggið
Skruddulina
Nýjustu færslur
- 27.10.2008 Það er svo sem ekkert að frétta.....
- 8.10.2008 allt gekk vel í dag :)
- 7.10.2008 hef þetta bara stutt núna.....
- 3.10.2008 smá update af sætalíusi
- 1.10.2008 Lítið sem ekkert að gerast á þessum bæ.....
Tenglar
Mínir tenglar
Myndaalbúm
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Úff, ekki myndarlegt að ferðast með minni fjölskyldu þá til Bandaríkjanna....
En bíddu bíddu, á ekki að rukka á trampólínið, það virkar best þannig......
Knús
Róslín A. Valdemarsdóttir, 5.6.2008 kl. 00:08
Vó eins gott að icelandair sé ekki búin að taka þessa vitlaysu upp hér. Ég var að pannta mér far í gær til Orlando og borgaði 258.450 kr fyrir flug fram og til baka. Við förum út 22 ágúst og heim aftur 3 sept. Ég hlakka svo til
Ég bloggaði ekki um þetta þar sem að við ætlum ekki að segja tengdó frá þessu eða mág mínum af því að þau verða í íbúðinni við hliðina á okkur og við ætlum að koma þeim á óvart
En ég læt bara trambolínið duga sem nágrannarnir eiga enda eru str´karnir þar alla daga.
Hulda Sigurðardóttir, 5.6.2008 kl. 09:55
Róslín mín ég ætla nú ekki að rukka blessuð börnin
Hulda mín ég öfunda þig feitt af því að vera á leið til Orlando :( en samgleðst þér. Hún Thelma mín bauðst til þess að gerast grænmetisæta ef þetta yrði sett á hjá Icelandair skella bara allri fjölskyldunni í megrun svona til vonar og vara :) hahaha
Guðrún Hauksdóttir, 6.6.2008 kl. 11:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.