6.6.2008 | 15:58
Kaldir karlar
Vááá hvað það fer hrikalega fyrir brjóstið á mér þegar fullorðnir karlmenn leyfa litlum drengjum ekki að gráta ef þeir meiða sig............ég varð vitni af því í dag að lítill krúttköggull ca. ,3-4 ára drengur datt og fékk smá blóðnasir og fór að vonum að gráta. Ohh mér þykir það bara svo eðlilegt að hann hafi farið að gráta þessi litli stúfur því hann hefur eflaust meitt sig og sá blóð
En hvað gerði pabbinn.............hann byrjaði á því að sussa á hann og segja svona svona þetta er ekki neitt uss uss uss hættu þessu væli, þú ert bara eins og einhver lítil stelpa Litli snáðinn reyndi eftir fremsta megni að hætta að gráta en átti nú svolítið erfitt með það, æji litla krúttið,,,,, ég kenndi í brjósti um hann. Úfff... hvað ég þoli ekki svona karlmenn sem þykjast vera svo miklir harðjaxlar af hverju má lítill drengur ekki gráta ef hann meiðir sig rétt eins og lítil stelpa, ég tel þetta vera afskaplega eðlileg viðbrögð við sársauka, bara ósköp eðlilegar tilfinningar sem brjótast út við þessar aðstæður..........en það eru ekki allir karlmenn sem þola það að sjá annað fólk gráta, ekki einu sinni lítil börn með eðlilegar tilfinningar. Mín skoðun er sú að þessir menn sem bregðast svona við þegar barn meiðir sig og fer að gráta, eru menn sem eru karlrembur með bældar tilfinningar ( hefðu bara átt að vera uppi á ísöld, eru með svooo kalt hjarta hehe) Er kannski enn verið að reyna að ala upp karlrembur, nei, ég trúi því ekki....Það veit minn maður að ég þoli illa svona hörkutól því ég hef alveg látið mína skoðun í ljós við hann þegar minn sonur meiðir sig þá á hann það til að gera bara lítið úr meiðslunum og segir t.d nei hvað er að sjá datt fóturinn af ef hann meiðir sig í fætinum einnig á hann það til að segja við eldri soninn það eru bara stelpur sem væla og ekki finnst honum nein not í plástrum nema þegar um stór sár er að ræða en ég tel að plástur geti svo vel hjálpað til við lítil sár, bara svona sálarlega séð hahaha. Af hverju ekki að taka bara drenginn upp og leyfa honum að njóta þess að láta hugga sig og leyfa honum að finna að okkur þykir vænt um hann...Þessir menn eru eflaust svona vegna uppeldis sem þeir hafa fengið, þetta virðist ganga svona mann fram af manni. Minn maður vill ala syni okkar upp sem harða karlmenn en ég vil ala þá upp sem mjúka menn hahaha ,,,, ekki auðveld staða en heldur ekki svo slæm því kallinn er aldrei heima muhahaha. Held að það sé meira virði að leggja áherslu á eitthvað annað en að vera harður af sér. Ég er feitari og frekari svo þetta verða nú eflaust hinir mýkstu menn þegar þeir eldast hahaha Ég veit að minn ekta eiginmaður les bloggið mitt og tekur því alveg örugglega ekki illa að ég sé að skrifa um hann hér því hann viðurkennir það fúslega að vera karlremba og skammast sín ekkert fyrir það (ég skammast mín nú stundum fyrir það ) hahaha.... Hann er bara öðrum góðum kostum gæddur þessi elska Strákar eiga að gráta og sína tilfinningar sínar rétt eins og stelpur Hana nú sagði hænan og gaggaði í hanann..
Knúsiknús á ykkur fallega fólk sem nennið að lesa tuðið í mér
Um bloggið
Skruddulina
Nýjustu færslur
- 27.10.2008 Það er svo sem ekkert að frétta.....
- 8.10.2008 allt gekk vel í dag :)
- 7.10.2008 hef þetta bara stutt núna.....
- 3.10.2008 smá update af sætalíusi
- 1.10.2008 Lítið sem ekkert að gerast á þessum bæ.....
Tenglar
Mínir tenglar
Myndaalbúm
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eg er alveg sammala ther.
Ásta Björk Solis, 6.6.2008 kl. 17:33
Sko mína..........ég er svo sannarlega sammála þessari ræðu, þetta er bara eins og talað út úr mínu hjarta. Og ég er ekkert hrædd um að drengirnir mínir hafi haft slæmt af því af hafa fengið að gráta alveg eins og þá lysti.
Kristbjörg Clausen (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 21:07
Mestu karlremburnar þoli ég bara engan veginn, litlir strákar mega líka gráta
Meirað segja ég græt stundum þegar ég meiði mig, reyndar oftast þegar mér bregður hrikalega ( klessi með framtennurnar á sundlaugabakka t.d. sem gerðist fyrir örugglega 3 árum..)!
Ég reyni að ala bekkjarbræður mína og kærasta aðeins, því mér finnst ég mega það, búin að vera með flestum í bekk frá því í 1. bekk svo það ætti að leyfast!
Mér tekst ekkert allt of vel með bekkjarbræðurna en kærastinn er mun betri, enda ekki skrítið að velja hann umfram hina..
Knús
Róslín A. Valdemarsdóttir, 6.6.2008 kl. 23:33
Það er bara mannlegt og eðlilegt að grá finnst mér og ekkert að því. Karlmenn gráta líka þó svo að þeir kannski sýna það ekki alltaf en ég hef nú staðið manninn minn að því nokkrum sinnum
Hulda Sigurðardóttir, 6.6.2008 kl. 23:34
Æi, aumingja Bessi, þú ert krútt og góður strákur Bessi minn
Kristbjörg Clausen (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 11:17
Ásta Björk: gott að einhver er sammála þessu :)
Róslín mín góð viðleitni já þér að reyna ala þessa bekkjabræður þína upp hahaha
Já Hulda, karlmenn hafa líka rétt á því að gráta ef þeim líður þannig :)
Silfurmjöðm mín yndislega frænka, hann Bessi minn hlær nú bara af þessari færslu minni krúttið er ekki að taka þessu alvarlega
knús á ykkur skvísur
Guðrún Hauksdóttir, 8.6.2008 kl. 12:10
já maður á bara að leyfa þeim að gráta ef þau þetta jeremías... knús knús og koss á þig duglegust........
Þórunn Eva , 8.6.2008 kl. 12:48
Tjah, einhver verður að reyna að ala þá upp....
Róslín A. Valdemarsdóttir, 8.6.2008 kl. 13:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.