Gestabók
Skrifa í Gestabók
Gestir:
Vonadi líður litla stubb vel
Ég vona að það sé allt í lagi með litla stubb og að honum og ykkur líði öllum vel.
Hulda Sigurðardóttir, sun. 1. júní 2008
Rennur blóðið til skyldunnar.
Sæl elskan mín. Ég get ekki annað en kvittað í gestabókina hjá þér úr því þú ert orðin svo framtakssöm að blogga. Þetta er bara fínt hjá þér Guðrún mín og vertu nú dugleg að srifa/blogga. Kveðja Fjalla-Eyvindur.
Fjalla-Eyvindur (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 2. maí 2008
Sæl aftur
Takk fyrir bréfið. Ég skil alveg hvað þú meinar með því að vera einangruð út af veikindum sonar þíns. Ég gat sem betur fer látið Helenu fara á leikskóla en það var aðalega út af því að ég er sjálf ms sjúklingur og ég má síður verða of þreytt og þarf því að fá hvíld. Ásgeir talaði líka um að með því að fara á leikskóla og umgangast önnur börn fengi líkaminn meira tækifæri á að byggja upp ónæmiskerfið. En hún er að vera lasin aftur en hún er komin með ljótann hósta enn einu sinni og þarf ég því að byrja á að pústa hana aftur. Hún er búin að ná 4 daga fríi frá pústinu og sýnir þetta mér að ég má ekki hætta. En það eru góðar fréttir líka og eru þær að hún er búin að vera mjög dugleg að borða núna í heila 3 daga. En hún hefur verið' mjög léleg að borða mat frá því að hún veiktist fyrst þegar hún var einungis 6 mánaða en í dag er hún að verða 3 ára en það er bara mánuður í afmælið hennar. En ég reyni að vera vongóð um að batinn sé handan við hornið. Kv. Hulda
Hulda Sigurðardóttir, fös. 25. apr. 2008
Ég aftur
Ég er búin að vera að lesa bloggið þitt og síðuna hjá litla prinsinum þínum og ég sé að hann er með sama ónæmisgalla og litla stelpan mín. Ég verð að segja að mikið er ég glöð að "hitta" aðra mömmu sem er að barn sem er að kljást við þennan sama sjúkdóm og ég. Þetta er mjög erfitt og m,aður veit aldrei hvernig maður á að bregðast við þegar þau verða mkið veik. Dóttir mín var í meðferð í tæpt ár og IgG hlutföllin eru búin a hækka örlítið en alls ekki nóg. En Ásgeir hefur hana liggur við í örmum sér og er að reyna allt til að þurfa ekki að láta hana byrja aftur. Svo hjálpar það ekki að hún er alltaf að missa úr leikskólanum og alltaf þegar hún kemur aftur þá er það vesen vegna þess að hún verður eitthvað óörugg. En við reynum að vera jákvæð og höldum í þá von um að þett fari allæt á besta veg. Gangi ykkur vel með allt. Kv, Hulda
Hulda (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 23. apr. 2008
Hulda
Sæl ég var að lwsa um litla mannin að hann væri eitthvað lasinn. Er hann með ónæmisgalla eins og litla mín? Kv. Hulda
Hulda Sigurðardóttir, mið. 23. apr. 2008
Um bloggið
Skruddulina
Nýjustu færslur
- 27.10.2008 Það er svo sem ekkert að frétta.....
- 8.10.2008 allt gekk vel í dag :)
- 7.10.2008 hef þetta bara stutt núna.....
- 3.10.2008 smá update af sætalíusi
- 1.10.2008 Lítið sem ekkert að gerast á þessum bæ.....
Tenglar
Mínir tenglar
Myndaalbúm
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar