Færsluflokkur: Bloggar
27.10.2008 | 23:12
Það er svo sem ekkert að frétta.....
Bara veikindi og aftur veikindi og aftur veikindi,,,,,,sterar,púst, sýklalyf og ltill svefn ;( Fullt af fóllki úti í þjóðfélaginu sem hefur það miður gott og ég finn til með því fólki.....jólin nálgast og ekki á ástandið eftir að lagast Úfff
Ég er orðin húkkt á facebook, svo vægt sé til orða tekið ;) Talvan er liggur við minn besti vinur orðið...... það bjargar mér nú samt alveg þessa dagana að vera inni á fésinu, maður er þá í einhverjum samskiptum við fullorðið fólk , þó rafrænt sé,,,,,,,betra en ekkert ;o) hehehe
En þangað til næst, hafið það sem allra best
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
8.10.2008 | 22:29
allt gekk vel í dag :)
Við vorum mætt kl 9 í morgun inn í Reykjavík eftir frekar lítinn nætursvefn, þeir bræður voru vakandi frá hálf eitt til klukkan rúmlega fjögur í nótt svo vaknaði ég um 6:40 til þess að koma öllum á sinn stað. Ég ákvað það í gærkvöldi að plata Thelmu mína með mér í þetta, sem hún auðvitað gerði þrátt fyrir að þurfa að taka sér frí í skólanum, er svooo mikið yndi þessi stelpa (hægri hönd mömmu sinnar)hvar væri ég án hennar hehe.. Jæja, svæfingin gekk bara þokkalega,hann varð auðvitað alveg snar brjál þegar átti að fara að svæfa hann ,svo ég þurfti að halda á honum þangað til hann sofnaði ... greyið litla, um leið og hann var sofnaður runnu tár hja mér uhuhu, ég bara get ekki vanist þessu :( þeð byrjaði að kurraði í honum um leið og hann var sofnaður og það kurraði vel í honum þegar hann vaknaði, mettun var um 92-94. það gekk bara vel að setja í hann rörin en ekki vildi hann taka nefkirlana hjá honum þegar við ætluðum svo að fara heim þá var hann allur eldrauður í andliti og niður á bringu, mér brá pínu og spurði þau hvort þetta væri eðlilegt þau sögðu þetta vera viðbrögð við svæfingunni þetta kæmi fyrir hjá einstaka börnum,,,,mér létti og var tilbúin að fara með hann heim.....dagurinn hefur verið frekar erfiður,,, mikið ergelsi í gangi hjá honum og bara mömmufang,,,, það hefur svosem verið í lagi því ég drattaðist loksins til læknis á þriðjudaginn og fékk sprautur í vinstri öxlina, fór einnig í blóðprufu og á svo tíma í segulómun í byrjun nóv :) læknirinn sagði mér að það væru skemmdir í sinum á tveimur stöðum í vinstri öxlinni sem kom í ljós í síðustu ómskoðun sem nótabene var í janúar úppsídúbbs hef ekkert leitað eftir svörum úr þeirri myndatöku áður, ég veit ég er trassi með sjálfa mig :( svona er þetta bara.....
Jæja,ég er að hugsa um að reyna að fara að skríða uppí, er eitthvað svo lúin eftir þennan dag.....veitir ekki af hvíldinni því ég er jú að fara á Villa Vill minningar tónleikana á föstudagskvöldið hlakka geggjað til....
Ykkur er alveg óhætt að kvitta fyrir komu ykkar, það er ekkert nauðsynlegt, bara gaman fyrir mig .
Hafið það ávallt sem allra best, knús á ykkur inn í nóttina
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
7.10.2008 | 22:31
hef þetta bara stutt núna.....
Jæja, þá er bara aðgerðin (röraísetning)hjá englakroppnum mínum á morgun, jeremías minn hvað ég er að verða kvíðin því að láta svæfa litla gullmolan minn,er alveg með hnút í maganum. Ég er svo smeik út af lungunum hans þó svo að allt hafi litið vel út í skoðun hjá lækninum í dag..... svæfingalæknirinn tekur samt endanlega ákvörðun í fyrramálið, því hann er svo óútreiknanlegur í lungunum þessi elska......vona að nóttin verði góð því hann þarf jú að fasta frá kl 3 í nótt,ekki það auðveldasta fyrir 14 mánaða steratjúnaðan pirrulíus, sem vanur er að fá pelan sinn þegar hann vaknar á nóttunni :( vonandi gengur þetta bara eins og í sögu á morgun......
það passar hann er vaknaður,,,,,,,
Knús og kossar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.10.2008 | 12:59
smá update af sætalíusi
Fór með litla sætalinginn minn til HNE læknis í fyrradag og skoðaði hann kútinn vel og vandlega, ekki leist honum neitt allt of vel á að hægt væri að svæfa þennan litla kút á næstunni nema hann yrði meðhöndlaður mjög vel áður með sýklalyfjum,pústi og sterum, hann tók það ekki í mál að taka nefkirlana hjá honum vegna þess hversu veikur hann er í lungum,,,,,,,en tók samt frá tíma næsta miðvikudag til þess aö reyna að setja rör,,,ætla ég að vona að það hjálpi og honum fari að líða betur. Svo nú er bara að krossa fingur og vona það besta.
Fórum svo og hittum lækninn okkar í gær,hann ákvað að gefa honum stóran skammt af sýklalyfi í vöðva, hann fékk skot í sitthvort lærið eins og venjulega OMG lærin á honum urðu fjórföld strax á eftir, hef bara aldrei séð annað eins einnig setti hann kútinn á stóran steraskammt sem hann á að vera á þangað til hann fer í aðgerðina á miðvikudaginn,,,,,,arrrrg,,,, hann á eftir að vera spinnigal af öllum þessum sterum, einnig verð ég að vera rosalega dugleg að pústa hann aukalega með öllum pústunum hans,svo fær hann væntanlega eitt skot í vöðva á þriðjudaginn. Ef þetta gengur vel ætti að vera hægt að svæfa hann....Ég verð að játa það að ég hlakka ekkert sérlega mikið til þess að fara með hann í svæfingu,,,hef alltaf verið soddan ógurlegur kjúklingur þegar verið er að svæfa börnin mín,finnst það alltaf jafn óþæginlegt að horfa á þau sofna sérstaklega þegar ég hef þurft að halda á þeim í fanginu (sem eru nokkur skipti)þegar þau eru svæfð En þetta er víst bara hluti af því að eiga veikt barn.
Mynd af sætalingi síðan um daginn þegar við vorum á Lansa í smá rannsóknum..
Hér eru þau systkinin á leið í háttinn
Krúttmundur bara sætastur.
Svo þarf nú að ryksuga áður en farið er í háttinn
Knúsið hvort annað í kuldanum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.10.2008 | 12:42
Lítið sem ekkert að gerast á þessum bæ.....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.9.2008 | 14:22
Pétur jesús
þetta er geggjað, er svoooo stolt af honum Pétri frænda mínum, bara verð að leyfa ykkur að njóta líka :)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.9.2008 | 12:15
pirripú
Er ekki alveg að meika þessi veikindi á litla kút núna, hann veit ekkert hvernig hann á að vera ég verð helst að hafa hann í fanginu, en það reynist mér nú ekki létt þessa dagana þar sem ég er að farast í öxlunum aðalega þeirri vinsri samt,er með einhverjar kalkklessur inni í axlarliðunum og þyrfti ég að komast í að láta sprauta mig í öxlina eða bara hreinlega að dru.... til þess að láta skrapa þetta í burtu en það er ekki svo auðsótt því ég verð víst handlama á eftir og hver sér þá um litla lasarus, rest af börnum og heimili......ekki svo auðvelt þar sem bóndinn vinnur sjálfstætt og er aldrei heima :( semsagt hið versta mál hehe nei nei ég er svo sem ekkert á grafarbakkanum gæti verið verra. En að litla kút aftur,hann er með hita og hrikalega mikið grænt hor, fór með hann til okkar frábæra doksa, hann er að spá í að meðhöndla hann ekkert núna arrrrg því hann fékk sýklalyf 2x í vöðva fyrir um tveimur vikum, við erum bara ekkert í svo góðum málum með að gefa honum sýklalyf því þá fær hann svo hrikalega mikila sveppasýkingu, mikið vildi ég að það væri til einhver auðveld lausn á þessu öllu svo honum þurfi ekki að líða alltaf svona illa æji litla músin mín. hann er því miður ekki eins og eftir bókinni í sínum veikindamálum :( en svona er þetta bara, verð bara að vera bjartsýn á að hann fari að verða eins og fólk er flest :)
Hér er svo mynd sem ég tók af frumburðinum og örverpinu í Flatey, ég er svo lánsöm því þessi fallega yndislega stelpa snéri lífi sínu aftur til betri vegar ég er svoo stolt af henni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.9.2008 | 11:28
bara yndisleg....
Æji hvað lífið getur verið flókið stundum þegar maður er bara 6 ára skotta, í gær var skottan mín að kalla á mig innan úr herberginu sínu og kallaði hún FÓSTURMAMMA.......... ég kom inn í herbergið til hennar og spurði hana af hverju ertu að kalla mig fósturmömmu,,,,jú sko, mér finnst þú aldrei hafa tíma til að sinna mér, ert alltaf bara að sinna honum Svenna svo ég ætla bara að kalla þig fósturmömmu( ekki í fyrsta skiptið sem hún greyið segir þetta við mig að ég sé alltaf bara að sinna litla kút) svo bara komu tárin hjá henni og hún tók utan um mig og sagði ég skal ekkert kalla þig fósturmömmu...... við fórum aðeins að ræða þessa hluti og hafði hún þá alveg skilning á því að ég þurfi að sinna litla stubbi meira en henni vegna þess að hann er alltaf eitthvað lasin og úrillur... en hana langar nú samt til þess að ég geri meira með henni sem við ætlum nú að reyna að gera :) æ hvað ég fann til með henni. Hún er jú bara 6 ára skotta sem á tvo yngri langveika bræður sem ég hef mikið þurft að sinna :( ekki svo sjaldan sem ég hef þurft að segja nei því miður gengur það ekki upp Hulda Karen mín því Jói eða Svenni eru veikir,,,,,æji svona er þetta bara. Dagurinn bara dugar mér oft á tíðum ekki til þess að sinna því sem þarf að sinna til að halda utan um 7 manna fjölskyldu...ég er því miður ekki vélmenni hehe
Hún var svo að teikna mynd af okkur fjölskyldunni og efstur á blaði var hann Svenni litli alveg risastór og fyrir ofan hann skrifaði hún svo risastórt S undir hann teiknaði hún svo sjálfa sig og Jóa bróður sinn saman hlið við hlið, pabba sinn og mig aðeins til hliðar við þau, mig stóra en hann lítill . Fyrir ofan skrifaði hún svo stafina okkar allra pínulítið h, lítið j lítið b en risastórt G svo undir okkur komu svo stóru systur hennar skrifaði hún einnig litla stafi fyrir ofan þær :) mér fannst þessi mynd svolítið táknræn. litli brósi nr 1 hehehe
Svo var hún nú að velta því fyrir sér hvernig í ósköpunum Guð nenni að standa í því að skapa allt þetta þ.e.a.s landið, dýrin, sjóinn, okkur manneskjurnar og allt það sem hann skapar,,,,,,hún myndi nú alls ekki nenna að standa í því að skapa þetta allt saman :) svo kom..... alltaf nóg að gera hjá Guði hahahaha bara yndislegust þessi litla krúsla mín.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
9.9.2008 | 13:53
Leiðist ykkur?
....kíkkið hingað inn: http://www.yearbookyourself.com/ Þetta er afar skemmtilegt verð ég að segja:)
Hér er t.d nokkrar af mér frá 1950 - 1980
Góða skemmtun,knús og kossar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.8.2008 | 10:05
Flatey næstu helgi.
Á þessu heimili ríkir mikil spenna því við erum á leið í Flatey, förum að vísu ekki fyrr en á föstudaginn og komum heim á mánudaginn þessu er skottan mín búin að bíða eftir í allt sumar. Jeremías hvað ég held að þetta verði skemmtileg ferð við erum að fara svo mörg saman eða rúmlega þrjátíu . Amma mín krúttköggull, Pabbi,mamma og hennar yndislegu systkyn og makar , dásamlega skemmtilegu börn þeirra systkyna og barnabörn, nú svo mætir hún Elín systir og hennar famelía líka og svo auðvitað ég og mín börn .....ekki Thelma mín því hún er í Þýskaandi uhhhuu :( hennar verður sárt saknað ....OMG hvað ég gat gert þetta flókið hahaha. Við höfum ekki komið í Flatey síðan 2003 eða frá því ég átti hann Jóhann Gabríel því ég hef ekki þorað að fara með hann út í eyju vegna veikinda hans, núna ætla ég bara að krossa fingur,vona að litli kútur verði ekki mikið veikur í þessari ferð því það er ekki hægt að hlaupa með hann til læknis þarna hehe. Talaði við lækninn hans um það að fara með hann í þessa ferð og ætlum við bara að byrja að gefa honum sterakúr á fimmtudaginn til að minnka líkur á því að hann verði slæmur í lungunum. Við fórum með hann í bústað á Flúðum um versló ,við fórum á fimmtudeginum og svaf hann ekkert þá nótt og á laugardeginum var hann orðin svo svakalega ergilegur að ég ákvað að skreppa með hann til læknis í Laugarás og láta kíkja á hann.... var hann þá komin með streptakokkahálsbólgu og í eyrun :( Síðastliðin fimmtudag var ég með hann í 12 mánaða skoðun og fékk hann sprautu í sitthvort lærið og varð alveg hundveikur fékk 40 st hita og annað lærið varð eldrautt og stokkbólgið. Núna er Ausan mín heima með 39st hita, beinverki og ljótan hósta,vona svo heitt og innilega að hann api það ekki upp eftir henni :) hehe Verð bara jákvæð og vona það besta
Jiminneini hvað ég hlakka til
Hér eru svo myndir af skottunni í Flatey 2003 með Einari ömmu bróður sínum
Svo ein af mér með skottunni í Baldri 2003:)hehe svakalega sem maður lítur vel út alltaf hreint
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Um bloggið
Skruddulina
Nýjustu færslur
- 27.10.2008 Það er svo sem ekkert að frétta.....
- 8.10.2008 allt gekk vel í dag :)
- 7.10.2008 hef þetta bara stutt núna.....
- 3.10.2008 smá update af sætalíusi
- 1.10.2008 Lítið sem ekkert að gerast á þessum bæ.....
Tenglar
Mínir tenglar
Myndaalbúm
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar