Dásamlegt sumardagurinn fyrsti á morgun.

Já sumarið er tími gleðinnar ,alltaf verð ég jafn ánægð þegar sumarið er skollið á. Þá fara börnin út að leika og hanga ekki inni i tölvuleikjum eða yfir sjónvarpinu. Ég sakna þess að sjá börnin ekki í þeim hópleikjum sem voru stundaðir þegar ég var yngri td.brennó,stófiskaleik,ein króna og teyjutvist. hehe  Ég held hreinlega að flestir séu hamingjusamari og jákvæðari á sumrin.

Það er aðeins tvennt sem ég þoli illa yfir sumatímann, það eru geitungar og köngulær omg ég hreinlega hata þessi kvikindi :(

Þessa dagana er ég aðeins að sleppa hendinni af skottunni þ.e.a.s leyfa henni að fara aðeins lengra en að enda götunnar sem við búum við., og ætlar hún ekki að láta segja sér það tvisvar að hún megi nú fara aðeins í burtu með vinum. síðastliðinn föstudag var hún úti að leika sér við fullt af krökkum ,svo þegar hún átti að fara að koma inn þá fann ég hana ekki og byrjaði að hringja hús úr húsi til að athuga hvort hún væri þar en allstaðar var svarið NEI hún var að fara, svo loksins skilaði hún sér heim þá sagði ég nú við hana að þetta væri ekki að ganga að ég  hefði verið orðin hrædd og farin að sakna hennar, þá svaraði mín kona því til að hún hefði nú líka verið farin að sakna mín en  ÞAÐ SÉ NÚ BARA ORÐIÐ TÍMABÆRT AÐ HÚN FÁI AÐ EIGA SÉR SITT EIGIÐ LÍF :) LITLA SKOTTAN BARA  6 ára. Grin


Anginn litli :(

Ekki er maður mikið að hressast :( Erum að fara í tékk  til Sigurðar á eftir, þarf líklega að fara á barnasp og fá í sýklalyf í æð.

Set hérna inn eina mynd sem ég tók í gær af langflottasta snáðanum :)

Apríl 228


Erfiðir dagar hjá Svenna litla.

Ekki ætlar þetta að ganga þrautarlaust fyrir sig hjá mínum manni, hefur verið frekar mikið pirraður þessi elska . Hann er enn með hita og verulega slæmur í lungum og svakalega mikið h... tekur mikið í eyrun líka . Ég ætlaði að fara með hann á lansa í dag en ákvað að bíða til morguns og sjá hvernig hann plummar sig í nótt , hann er sofandi eins og er en átti virklega bátt þegar hann var að sofna ;( í þessu er hann að vakna upp ætla að hlaupa til og sinna honum.

Jóhann Gabríel er kominn með einhverja pest, með tilheyrandi hita hósta og hori.

Svenni ætlar ekki að sofna aftur srtrax svo ég verð að hætta, það hefur verið eitthvað lítið um svefn undanfarið :(


Bloggfærslur 23. apríl 2008

Um bloggið

Skruddulina

Höfundur

Guðrún Hauksdóttir
Guðrún Hauksdóttir

 Sumarið er tíminn :) Ég er 39 ára kona sem lætur sig varða málefni langveikra barna. Stolt 5 barna móðir og eiginkona .

garuska@simnet.is

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • 172
  • 149
  • 144
  • 095
  • oktober 062

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband