Svoooo vansæll ræfilstuskan.

þetta hafa ekki verið neitt rosalega góðir dagar hjá litla kútnum mínum :( vorum allan gærdag inná Lansa, þeir voru að reyna að létta honum öndunina því hann var farin að anda svo stutta innöndun  og erfiða svo mikið.....þegar við komum var honum strax gefin 1,5 skammtur af Ventolini í friðapípu sem samsvarar 15 földum ventolin skammti og 7 st steratöflur og biðum við svo í tvo tíma þá var honum gefið eitthvað annað lyf í friðarpípu og aftur beðið í tvo tíma þá var honum aftur gefið Ventolinið og ef hann yrði ekkert betri eftir tvo tíma þá ætluðu þeir að leggja hann inn og gefa honum jafnvel súefni til að létta á því það tekur rosalega á þau að anda svona Frown

þau nota einhverja hjálparvöðva sem þau eru ekki vön að nota við eðlilega öndun, þá fara nasavængirnir út þegar þau anda að sér og innfall sést á milli rifja, guði sé lof fyrir litla kút var hægt að heyra betri öndun hjá elsku litla kútnum mínum um fjögurleytið  ......ohh hvað hann var orðin pirraður og vansæll greyið litla. Hann náði ekkert að sofna og var því kominn á verulegan yfirsnúning um fimmleytið farin að titra þvílíkt sem er víst aukaverun af lyfjunum, þá fengum við loksins að fara heim, fengum bara stera nesti með okkur og á ég að pústa hann með Ventolininu á tveggja tíma fresti í dag auk hinna lyfjanna sem hann er vanur að fá ,einnig var hann settur aftur á Losec magasýrutöflur út af bakflæðinu...........annars bara vera í sambandi á morgun fyrir endurmat.

Dagurinn í dag er búinn að vera honum mjög erfiður Crying hann er svooooooooo mikið ekki að vita hvernig hann á að vera, líður hreint út sagt hrikalega illa..........væntanlega eru sterarnir eitthvað að gera það að verkum að hann nær ekki að slaka á og sofa, vill bara vera í mömmufangi og orgar eins og hann sé á háum launum við það, orðin frekar raddlítill fyrir vikið :(...æji litli rassmus mömmusinInLove Hann er nú sofandi eins og er og vona ég að hann nái nú að hvílast eitthvað.

Ákvað að bæta inn myndum af litla kút frá því í dag, bara krútt InLove

Mai 241

                        Lítill lasarus Heart

Mai 252

           Angry lasarus með krepptan hnefa..

Mai 259

                   Vansæll Crying lasarus


Bloggfærslur 25. maí 2008

Um bloggið

Skruddulina

Höfundur

Guðrún Hauksdóttir
Guðrún Hauksdóttir

 Sumarið er tíminn :) Ég er 39 ára kona sem lætur sig varða málefni langveikra barna. Stolt 5 barna móðir og eiginkona .

garuska@simnet.is

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • 172
  • 149
  • 144
  • 095
  • oktober 062

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband