12.7.2008 | 21:38
12 júlí
Ussuss allt of langt síðan síðast.
Síðastliðin sunnudag hóaði ég stórfjölskyldunni saman á Þingvelli með nesti og nýja skó, geggjaður dagur í 23 stiga hita........vááá hvað ég elska þessa fjölskyldu mína Svo á mánudeginum fórum við ég og bóndinn með krakkana í Selskóg og nutum veðurblíðunnar :) á þriðjudeginum skunduðum við svo aftur á Þingvelli þ.e.a.s. ég og börnin ,áttum þar enn einn yndislegan dag með frændsystkinum. Klárlega komu Þingvellir sterkir inn þessa vikuna
æji það er svo gaman að vera saman í góðu veðri.
Krúttmundur litli bara úti þrjá daga í röð þá var það líka komið hjá honum, byrjað að kurra í honum og hann sólbrenndur á höndum og í andliti :( vorum við litli kútur því inni það sem eftir var vikunnar.
Fimmtudagurinn var frekar erfiður, ég og skottan fórum í kyrrðarstund í kirkjunni . Lítil sönn hetja Andri Meyvantsson tapaði því miður stríðinu við illvígan sjúkdóm aðeins 6 ára gamall. Kyrrðarstundin var haldin fyrir jafnaldra Andra og Sindra bróður hans. Mikið sem ég finn til með foreldrum hans og bróður. Andri og Hulda Karen voru búin að vera saman í leikskóla og skóla frá því þau voru bara lítil stýri, við þekktum hann svo sem ekki mikið utan þess.
Set hér inn mynd sem tekin var af Andra og skottunni í fimm ára afmæli skottunnar.
Blessuð sé minning hans
Jæja þá er það 12 júlí afmælisdagur margra, þar á meðal mín. Jamm ég á víst afmæli í dag einnig á hann pabbi minn afmæli í dag nú svo á hann Daníel Ísak sonur Mundu vinkonu líka afmæli, Gunna Munda Systir hans Bjössa mágs á líka afmæli í dag. Svo eiga Elín systir og Bjössi hennar ekta maður brúðkaupsafmæli í dag
Til lukku öll með þennan frábæra dag :) Ekki gat litli stúfur sleppt því að senda múttuna sína með sig til doksa í dag :( en múttan er ekkert að erfa það við prinsinn því hann varð jú að fá sýklalyf því hann er komin með í eyrun eina ferðina enn.....litla skinnið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Bloggfærslur 12. júlí 2008
Um bloggið
Skruddulina
Nýjustu færslur
- 27.10.2008 Það er svo sem ekkert að frétta.....
- 8.10.2008 allt gekk vel í dag :)
- 7.10.2008 hef þetta bara stutt núna.....
- 3.10.2008 smá update af sætalíusi
- 1.10.2008 Lítið sem ekkert að gerast á þessum bæ.....
Tenglar
Mínir tenglar
Myndaalbúm
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar