29.4.2008 | 10:36
Eru ekki allir hressir bara ;)
Litli snáðinn hefur verið mjög slappur, á laugardag og sunnudag var hitinn kominn í 40 og minn maður ekki alveg að meika það vildi bara liggja á mömmu sinni en hitinn er núna kominn aftur niður í tæp 39 og er ég því vongóð um að þetta fari nú að koma hjá honum.... Æ ég finn svo mikið til með litla snáðanum :( Það er búið að taka sýni úr nösunum á honum svo hægt sé að ath. hvort þetta séu ónæmar bakteríur ,það tekur einhverja daga að fá út úr því..
Nú sefur drengurinn út í eitt,eitthvað sem hann er ekki vanur að gera. Læknirinn heldur að það sé út af steratöflunum en það þekki ég ekki því alltaf þegar Jóhann Gabríel er á sterum þá er hann mjög æstur,úrillur og sefur ekkert. Litli anginn er svo lítill í sér og þreyttur ég má helst ekki setja hann frá mér, sem er nú kannski ekki nógu gott ástand þar sem skottan mín hafði á orði við mig í gær að ef hún hitti á prestinn í dag þá þyrfti hún nú að segja henni það að ég væri nú ekki að sinna henni nógu mikið þessa dagana, væri nú bara að sinna Svenna litla og það væri nú ekki sammgjart gagnvart henni:) hehe hún er svo mikil snúlla.... Auðvitað hafa þessi veikindi bræðra hennar gert það að verkum að hún fær ekki alltaf eins mikla athygli og hún myndi vilja en hún er nú nokkuð dugleg að sækja þá athygli sem hún óskar eftir.... hún er bara yndisleg:)
Þá eru það samræmduprófin, já hún Thelma mín er í einu slíku íslenskuprófi núna. Vona ég svo sannarlega að þessi próf gangi vel hjá henni því hún setur sér há markmið. Er ég ekkert endilega sammála því að hafa þessi samræmdupróf, það er bara óþarfa stress sem fer í gang hjá krökkunum í kringum þessi próf....mér þætti nær að meta bara allann veturinn. Hún er til dæmis mjög svo kvíðin fyrir náttúrufræðiprófinu þó svo hennar meðaleinkunn í vetur hafi verið 10 þá einhvern veginn nær þetta að stuða hana og stressa, ég hef svo sem engar áhyggjur af þessum prófum hennar veit að hún gerir alltaf sitt besta :)
Jóhann Gabríel er ennþá með 39 en nokkuð brattur samt þessi elska:)
Um bloggið
Skruddulina
Nýjustu færslur
- 27.10.2008 Það er svo sem ekkert að frétta.....
- 8.10.2008 allt gekk vel í dag :)
- 7.10.2008 hef þetta bara stutt núna.....
- 3.10.2008 smá update af sætalíusi
- 1.10.2008 Lítið sem ekkert að gerast á þessum bæ.....
Tenglar
Mínir tenglar
Myndaalbúm
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
knús knús á ykkur hetjurnar... LOVE.... sendum stórt knús á ykkur og risa batakveðjur...
ykkar vinir
Þórunn Eva , 29.4.2008 kl. 23:14
Æhj litla skinnið! Mín er búin að vera með hita núna síðan um helgina, kvef í nebba og ljótan hósta... Ég held nú samt að hún sé að hrista þetta af sér. Vonandi eru pjakkarnir þínir á batavegi!
Samræmdu prófin eru ágæt til síns brúks... þau undirbúa mann svolítið fyrir framhaldið fannst mér.. Að taka stór og löng próf, því þannig er það svo þegar maður kemur upp í framhaldsskólann (alla vega suma þeirra, aðrir eru með 90-120 mín. próf) og svo háskólann!
Ég er viss um að stelpan þín rúllar þessu upp! :)
Halldóra F Sigurgeirsdóttir (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 08:42
Vonandi er litli snúllinn orðin betri núna. Það er svo leiðinlegt þegar þau eru svona lasin. Helena er ekkert verri en heldur ekkert betri svo að ég ætla enn að bíða með að láta Ásgeir kíkja á hana. Sem betur fer hefur hún ekki rokið upp í hita og vonandi verður það þannig áfram.
Kv. Hulda Sig.
Hulda Sigurðardóttir, 30.4.2008 kl. 12:47
vonandi er kúturinn hressari...kveðja úr vogunum;)
Halla Vilbergsdóttir, 1.5.2008 kl. 23:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.