4.5.2008 | 11:13
Vorið er komið......
Rigningin og rokið líka ojjjj....Ætla nú samt að grilla í kvöld namminamm :)
Jóhann Gabríel er orðin hress og er á leiðinni í sund með Tótu íþróttakennara og litlu systur hennar sem er jafn gömul Huldu Karen, þau voru úti að leika við hana í gær og ætlar Tóta að vera svo næs að bjóða þeim systkinum með þeim systrum í sund í dag...... æði :)
Þá eru það fréttir af litlu bjútíbombunni hann er loksins farinn að sitja án stuðnings og vitið menn hann er líka farinn að SKRÍÐA þessi dugnaðarforkur mömmu sinnarhann hefur verið svolítið á eftir í hreyfiþroska vegna allra veikindanna og vildi taugalæknirinn gefa honum frest til 11mán á að fara í sjúkraþjálfun en liggaliggalá þá bara kom þetta allt núna um helgina jiiibbíjey............... Hann er eitthvað að verða betri allavega hefur hitinn lækkað í rúm 38 en að öðru leiti er hann eins þ,e.a.s ennþá svona horaður ræfillinn og mikið slím enn í lungum, hann er að fá Ventolin 3x+ á dag og Flixotide 2x ádag og Atrovent 3x á dag auk Singulair töflu fyrir nóttina svo er hann nýbúinn með stóran steraskammt svo ég hef trú á að þetta fari nú að koma hjá honum litla anganum. Nú er bara rúm vika í næstu lyfjagjöf vááá hann er búinn að vera veikur núna í um þrjár vikur, tíminn líður ekkert smá hratt.
Fjallaeyvindur hefur verið heima þessa helgi en fer vel úthvíldur austur í fyrramálið aftur eins og venja er :(
Þetta eru svo flottar myndir af þeim systinum, þær voru teknar í fyrrasumar. Þau eru svo mikil krútt þessi börn :)
Eigið góðan dag elskurnar og takk fyrir fallegu kommentin
Um bloggið
Skruddulina
Nýjustu færslur
- 27.10.2008 Það er svo sem ekkert að frétta.....
- 8.10.2008 allt gekk vel í dag :)
- 7.10.2008 hef þetta bara stutt núna.....
- 3.10.2008 smá update af sætalíusi
- 1.10.2008 Lítið sem ekkert að gerast á þessum bæ.....
Tenglar
Mínir tenglar
Myndaalbúm
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frænkuenglar
Kristbjörg Clausen (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 11:51
aawww.... þú ert svooo dugleg... knús og koss á þig og jamm sp um ferð til akureyrar eða eitthvað.... og svo út í sumar... líst vel á þá hgumynd hjá þér .... LOVE á ykkur og vonandi kemur þetta allt saman núna.... :)
Þórunn Eva , 4.5.2008 kl. 12:37
Til hamingju með krúttilíus litla! :) Gott að hann er aðeins betri :)
Þetta eru æðislegar myndir af þeim systkinum :)
Halldóra F Sigurgeirsdóttir (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 18:32
Mig langar bara að bæta því við að það er bannað að segja að Eurovisionkeppnin sé leiðinleg
Kristbjörg Clausen (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 20:59
Hahaha Kibba mín það sagði ég ekki mín ljúfa, mér þykir bara okkar framlag í ár frekar leiðinlegt lag. Er þvílíkur Eurovisionkeppnis aðdáandi :) hehe
Guðrún Hauksdóttir, 4.5.2008 kl. 21:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.