5.5.2008 | 15:25
Náttúruhamfarir.
Í gærkvöldi var ég að horfa á fyrri hluta framhaldsmyndar mánaðarins á stöð 2...... guð minn góður hvað þetta er hrikalegt þegar náttúruöflin taka völdin. Ég hræðist ekkert meira í þessu lífi en jarðskálfta ég tapa mér algjörlega þegar ég finn fyrir jarðskjálfta. Við erum svo berskjölduð fyrir náttúhamförum ,við fáum engu breytt þegar eitthvað fer af stað t.d jarðskjálftar, hvirfilbylir, snjóflóð, eldgos,flóðbylgjur og eitthvað þessháttar :( æjæjæj mig hryllir við þessu ,það hafa svo margir týnt lífi í náttúruhamförum það er svo sorglegt að geta ekkert gert til að breyta því :( ætla samt að horfa á seinni hlutann í kvöld.
En við mannfólkð getum hinsvegar breytt ýmsu svo fólk þurfi ekki að týna lífi t.d í bílslysum...... var að lesa bloggið hjá móðursystur minni henni Olgu og er löngu orðið tímabært að gera eitthvað í þessu með tvöföldun Suðurlandsvegar.... mikið sem ég verð alltaf reið þegar að einhver deyr á þessum vegakafla það er svo vel hægt fækka öllum þessum banaslysum, bara með tvöföldun vegar..........Einnig verð ég afar glöð þegar Reykjanesbrautin verður tilbúin þ.e.a.s búið verður að tvöfalda alla leið í báðar áttir :) þið getið lesið bloggið hjá henni elskulegu ,fallegu,skemmtilegu og jákvæðu móðursystur minni hér http://bitill.blog.is/blog/bitill/.
Hér er svo myndir sem ég tók í gærkvöldi af litla duglega drengnum mömmu sinnar:)
Um bloggið
Skruddulina
Nýjustu færslur
- 27.10.2008 Það er svo sem ekkert að frétta.....
- 8.10.2008 allt gekk vel í dag :)
- 7.10.2008 hef þetta bara stutt núna.....
- 3.10.2008 smá update af sætalíusi
- 1.10.2008 Lítið sem ekkert að gerast á þessum bæ.....
Tenglar
Mínir tenglar
Myndaalbúm
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jiiii hvað maður er nú dætur hahaha. Mér finnst svo langt síðan Helena var svona en samt svo stutt síðan.
Já ég er svo sammála þér með það að það er löngu kominn tími á að tvöfalda vegin allan hringinn hreinlega. Bara fyrir ofan húsið mitt sé ég bílslys alla vega 4-5 sinnum á ári bara út um eldhúsgluggann. Ef að það er ekki fólk sem slasar sig þá er það eignartjón sem fólkið verður fyrir ( ég er sko á Kjalarnesinu ). Svo er fólk að taka fram úr á verstu stöðum og eða keyra í veg fyrir mann bara af því að vegurinn er einfaldur og fólk er að flýta sér um of.
En sorglegt slysið í Kömbunum í gær, úff ég tárast bara við tilhugsunina
En svo má maður ekki vera að velta sér upp úr hlutunum eins og eftir myndina í gær sem að ég horfði á líka. Efr að ég fer að hræðast allt svona þet ég alveg eins læst mig inni og beðið eftir að eitthvað hræðilegt gerist. Eff að svona lagað gerist þá er ekkert við því að gera og tekur maður á því þegar þar að kemur ekki satt.
Kv. Hulda
Hulda Sigurðardóttir, 5.5.2008 kl. 15:42
Jæja krúttin mín.
Sá stutti kominn í skriðgírinn og er þá best að fara að forða helstu fjölskyldudjásnunum , eins og.......... nei nei fjölskyldudjásnin eru ekki fjölskyldudjásn nema þau þoli ungar hendur .
Elska ykkur snúllur.
Kveðja pabbi.
Bessi A Sveinsson (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 22:52
hihihi hann er algjört æði...
Halla Vilbergsdóttir, 6.5.2008 kl. 22:03
Hann er algjör snúlli :D
Halldóra F Sigurgeirsdóttir (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 09:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.