7.5.2008 | 09:25
Enn ein barnaspítalaferðin :(
Ég sem hélt að þetta væri nú allt að koma hjá litla rassálfinum mínum........nei ekki alveg:) Þegar litli kall vaknaði í gærmorgun þá mælist hann bara með 35.6 og hækkaði hitastigið ekkert fyrr en um þrjúleytið, þá náði hann 36,1 og var kominn með útbrot um allt eins og hann væri að fá hlaupabóluna aftur en því vil ég ekki trúa því það er svo stutt síðan hann var með hlaupabóluna. Um hálffimm var hitinn svo kominn yfir 38 og ákvað ég að fara með hann í Kef og láta líta á þessi útbrot en vitið menn þegar við komum inn á stofuna og læknirinn fór að spyrja hvað væri nú að hrjá þennan litla mann, þá ætlaði ég að sýna honum útbrotin en hann bað um að fá að hlusta hann strax því honum leist ekkert á öndunina hjá honum, hann hlustaði og sagði svo ég hef verið í þessum bransa til fjölda ára og aldrei hef ég heyrt nokkurt barn jafn slæmt og hann er núna :( hann vildi kalla út röngen og fá lungnamynd af barninu strax. Myndirnar komu bara þokkalega út svo sem en hann var ekki sáttur við útkomuna og mældi hjá honum súefnismettun sem reyndist vera 84 og var hann ekki ánægður með þá útkomuna svo hann fór og náði í annað tæki en það breytti engu sama útkoma 84 í mettun og blabla í öndun þegar mettun er orðin svona lág ætti hann að vera hálf meðvitundarlítill en það var hann ekki, svo hann varð bara hálf smeikur og vildi hringja strax á sjúkrabíl og senda hann inná barnaspítala með súrefni,ég bað hann að tala við Sigurð okkar þar sem ég vissi að hann var á staðnum,,því hann hringdi í mig þegar litli mann var í myndatökunni( hann þekkir pjakkinn minn út og inn) samþykkti hann að ég færi bara með hann sjálf á mínum bíl, mér fannst það betra því ég var jú ein á leið í bæinn og gat ekki hugsað mér að skilja bara bílinn eftir í Kef. þeir hringdu bara á undan okkur og báðu um innlögn. þegar við komum inná barnasp byrjuðu þeir á því að gefa honum friðarpípu og 5 steratöflur og eftir smá tíma var mettunin kominn uppí 97 og þá var hægt að skoða hann og stinga,eftir að búið var að kalla á sérfræðing sem kom og skoðaði hann ákváðu þeir að leyfa okkur bara að fara heim en þeir vildu ekki gefa honum neitt við eyrnabólgum eins og staðan var,aðeins að bíða og sjá til hvort þetta sé einhver vírus því þeir voru ekki vissir með þessi útbrot. Þannig að við ætlum að sjá til hvernig hann verður næstu daga, hann fékk stóran steraskammt með sér heim ojjj :( Við vorum ekki komin heim fyrr en um hálf tvö í nótt.
Verðum bara að vona að þetta fari nú að lagast hjá þessum sætalingi mínum :) set inn eina mynd frá því hann byrjaði í þessum veikundum............. æji hann er svo lítill þarna:)
Um bloggið
Skruddulina
Nýjustu færslur
- 27.10.2008 Það er svo sem ekkert að frétta.....
- 8.10.2008 allt gekk vel í dag :)
- 7.10.2008 hef þetta bara stutt núna.....
- 3.10.2008 smá update af sætalíusi
- 1.10.2008 Lítið sem ekkert að gerast á þessum bæ.....
Tenglar
Mínir tenglar
Myndaalbúm
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æ-i snúllinn. Vona að sterarnir virki vel.
Fjóla Æ., 7.5.2008 kl. 10:20
KNÚS Á ÞIG DUGLEGUST.... LOVE OG HEYRUMT Í DAG BARA RÚMUR KLUKKUTÍMI ÞAR TIL VIÐ EIGUM AÐ MÆTA... PÍNU SMEK ORÐIN EN ÞETTA VERÐUR ALLT Í GÓÐU HELD ÉG KNÚS KNÚS OG VONANDI GERA STERARNIR EITTHVAÐ.... LOVE Á YKKUR Í GRINDAVÍKINNI..
Þórunn Eva , 7.5.2008 kl. 11:49
Það er ekki einleikið með þennan dreng okkar. Gangi ykkur vel elskurnar mínar.
Kveðja af fjöllum Bessi
Bessi A Sveinsson (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 13:47
Rúsínur, rúllupylsur, randaflugur og rjómarassar sem þið eruð
Kristbjörg Clausen (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 13:49
þú ert greinilega í rrrrgírnum núna , ert nú meira krúttið Kibba mín.
Guðrún Hauksdóttir, 7.5.2008 kl. 14:32
Æhj litla pons! Hræðilegt að heyra hvað hann er lasinn litla skinnið :( Vonandi fer þetta nú að koma hjá honum!
Halldóra F Sigurgeirsdóttir (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 15:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.