Erfiður en ánægjulegur dagur :)

Þessi dagur var frekar erfiður en jafnframt skemmtilegur,,,,,byrjaði á því í morgun að skutlast með Jóa spóa á íþróttahátíð í leikskólanum, hann er loksins orðin hitalaus :) mætti svo aftur í leikskólann um kl:10 til þess að taka myndir af hinu árlega hlaupi leikskólabarnanna. Lögreglubíll leiðir hlaupið hjá þeim, það þykir þeim alltaf jafn spennandi Smile eftir hlaupið fara börnin svo í allskonar íþróttaleiki og þrautir :) Um tvöleytið sótti ég afar hamingjusaman leikskólastrák.

Skottan mín fékk þessa líka snilldar hugmynd um hádegi að bjóða hverfisbörnum í grillpartý OMG áður en ég vissi af var ég búin að samþykkja að búa til boðsmiða í tölvunni sem hún svo ætlaði að bera út í húsin Cool jájá um sexleytið grillaði ég um 30 pylsur ofan í krakkaskarann (með krúttmund í fanginu,hvað annað) hingað komu ca. 25 manns í dag en 19 í grillpartý  LoL Mikið gaman og mikið fjör hjá þessum krökkum, skelltu þau sér í vatnsstríð með vatnsblöðrum og hjólakeppni.

Hjólakeppnin  fór þannig fram að þau stilltu sér öll upp við rásmark og hjóluðu einn stóran hring og vann sá sem fyrstur kom í mark :) Jóhann Gabríel var yngstur og sá eini sem enn er með hjálpardekk á hjólinu sínu og hvað haldið þið hann var auðvitað laaaang laaaang síðastur í mark og þegar minn maður loks kom í mark (aleinn ) þá hrópaði hann ég er fyrstur ég vann.......æjjji þá voru hin öll komin í mark og farin annan hring LoL HAHAHA litla krúttið mitt svooo sæll og glaður.... allir fengu svo ís á eftir. Klukkan 21 voru þau svo farin að sofa alveg rosalega ánægð með daginn.

Krúttmundur átti hins vegar ekki eins ánægjulegan dag var frekar ergilegur en tók samt virkan þátt í þessu öllu í mömmufangi. Mömmuskrokkur líka búin á því :( Tekur mikið í eyrun, en ég stíliseraði hann nokkuð í dag og hresstist hann þá svolítið við......það var bara ekki nokkur leið að hanga inni í svona blíðskapar veðri með litla kútinn :) vona að honum verði nú ekki meint af.

PS..Byrjaði að skrifa þessa færslu um kl 22 í gær og er að enda núna kl 01:30 þar sem litli kútur er frekar óhress og alltaf að vakna þá hefur þessi færsla gengið frekar seint og illa hjá mér......um miðnætti þurfti ég að taka legginn því það var farið að blæða og hann kvartaði sáran undan honum,,,,hringdi á lansa, sögðu þau mér bara að taka hann :(

Knús inn í nóttina Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hún Hulda Karen er bara dásemdar krúttköggull - og Jói spói sem "vann" hjólakeppnina toppar allt :) Svenni litlu moli rúllar þessu veikindastússi upp, alveg klár á því!

Mamman - æ, já, hún er svona "skítsæmó" :) Gunna mín - sólarkrútt til þín út á Reykjanesið - vonandi hittumst við á sunnudaginn....við Lára erum síðan búnar að velta því fyrir okkur hvenar við getum næst komið í heimsókn....svolítið mikið að gera hjá dömunni þessa dagana...sund, leikskóli, sumar og sonna.

 Kv. Gurra

Gurra (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 09:27

2 Smámynd: Hulda Sigurðardóttir

Þetta hljómar eins og draumadagur hjá ykkur voða gaman og allir kátir.

Vonandi verður litla manninum ekki meint af því að hafa verið með þrátt fyrir að hafa bara verið í mömmu koti allan tíman.

En þú ert búin að gefa mér hugmynd af góðum degi hjá okkur. Það er aldrei að vita nema að maður leifi strákunum að gera þetta einhvertímann í sumar

Hulda Sigurðardóttir, 12.6.2008 kl. 09:56

3 Smámynd: Þórunn Eva

hlökkum til að sjá ykkur á eftir.... knús knús

Þórunn Eva , 12.6.2008 kl. 14:18

4 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ekki fékk ég neitt boðskort, ég hefði sko vel getað farið með í hjólakeppni!

En samt æðisleg hugmynd að bjóða hverfisbörnunum í grill, aldrei hefur það verið gert hvorki á mínu heimili eða þar sem ég áttu heima..

Knúsknús

Róslín A. Valdemarsdóttir, 12.6.2008 kl. 16:55

5 Smámynd: Þórunn Eva

gaman að sjá ykkur í gær snúllur... LOVE í kotið....

Þórunn Eva , 13.6.2008 kl. 22:52

6 Smámynd: Þórunn Eva

knús í kotið

Þórunn Eva , 19.6.2008 kl. 18:42

7 Smámynd: Hulda Sigurðardóttir

Saknaðarkveðjur. Hvar er bloggið? Vonandi er allt í lagi með litla kút.

Hulda Sigurðardóttir, 22.6.2008 kl. 01:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skruddulina

Höfundur

Guðrún Hauksdóttir
Guðrún Hauksdóttir

 Sumarið er tíminn :) Ég er 39 ára kona sem lætur sig varða málefni langveikra barna. Stolt 5 barna móðir og eiginkona .

garuska@simnet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 935

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • 172
  • 149
  • 144
  • 095
  • oktober 062

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband