23.7.2008 | 22:12
Er ekki alveg með nennuna í að blogga
Er ekki alveg með nennuna í að blogga þessa dagana, kannski nennan komi fljótlega aftur:) hehe les samt alltaf reglulega hjá bloggvinum en kommenta ekki alltaf :(
Annars héldum við upp á afmæli prinsanna um síðustu helgi, rosalega sem við vorum ánægð með það að mér skildi hafa dottið í hug að halda veisluna í Selskógi, krakkarnir voru þvílíkt hamingjusöm með það það komu um 40 manns, ekki komust nú allir enda sumartími. Grilluðum við bara pylsur með allskonar gummelaði ( þurftum að vísu að drösla grillinu okkar á staðinn) bestar þykja mér pylsur með kartöflusalati , bbq sósu og dijon hunangssósu nammi namm :) einnig pantaði ég tvær afmæliskökur Bangsimon fyrir krúttmund litla og StarWars fyrir krúttmund stóra Star Wars kakan var nú alveg að hitta í mark hjá gaurunum , við hin fengum okkur smábarnaköku eða Bangsimon :) hehe... krakkarnir kátir með að geta bara valsað um í góða veðrinu þau fóru t.d í fótbolta ( fórum með markið hans Jóa þangað) röltu inn í skóginn, flugu flugdreka og fl. barasta hinn ánægjulegasti dagur....þeir fengu líka svakalega fínar afmælisgjafir...... takk æðislega fyrir allar fallegu gjafirnar elskulegu vinir og vandamenn :) Knús og kossar
Jæja, þá er ég búin að endurheimta hana Thelmu mína frá Genf, hún var þar í tvær vikur, allamalla hvað við söknuðum hennar :) skottan er svo mikil dramadrottning að hún sofnaði nokkrum sinnum með mynd af Thelmu í fanginu æji bara sætt, hún elskar systur sína ekkert smá mikið Jóa var nú líka pínu illt í hjartanu sínu af söknuði. Það er nú augljóst mál að mín kona er að fá hvolpavitið hahaha kannski ekki skrýtið er að verða sextán ára ( alltaf litla deppan mömmu sín) það fyrsta sem hún sagði við mig þegar ég talaði við hana í síma var: mamma.... þjálfararnir eru sko ógisslega hot :) hehe..... er varla búin að tala um annað síðan hún kom heim :) staldrar hún bara heimavið í þrjár vikur og er svo þotin til Þýskalands :(
Guð veri með ykkur.
Úpps.... ég gleymdi, þið ykkar sem höfðuð áhyggjur af því að ég væri að ganga frá drengjunum mínum með því að halda upp á afmælið þótt þeir væru veikir...þeim varð ekki meint af Jói er að verða hitalaus og litli kútur er allur að koma til :)
Um bloggið
Skruddulina
Nýjustu færslur
- 27.10.2008 Það er svo sem ekkert að frétta.....
- 8.10.2008 allt gekk vel í dag :)
- 7.10.2008 hef þetta bara stutt núna.....
- 3.10.2008 smá update af sætalíusi
- 1.10.2008 Lítið sem ekkert að gerast á þessum bæ.....
Tenglar
Mínir tenglar
Myndaalbúm
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með litlu prinsana þína, ég hefði sko alveg verið til í að vera með Þetta hlítur að hafa verið voða gaman.
En takk fyrir allar kveðjurnar
Hulda Sigurðardóttir, 25.7.2008 kl. 13:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.