26.7.2008 | 11:41
englakroppakrúttið mitt er eins árs í dag
Já, það er víst liðið eitt ár frá því þessi litli krúttköggull kom í heiminn hann kom í heiminn með hraði, þessari elsku lá greinilega mikið á því ég vaknaði heima hjá mér um fjögurleytið og hann var fæddur rétt fyrir klukkan fimm á sjúkrahúsinu í Keflavík ( bý í Grindavík).
Við foreldrarnir vorum ein þegar hann fæddist því við vorum bara rétt komin inn í andyri fæðingardeildarinnar þegar hann skaust í heiminn....... litli anginn skaust því beint í buxurnar hjá múttunni sinni sem sat í hjólastól því hún gat ekki gengið, var svoooo slæm í grindinni, ljósmóðirin var því fjarri góðu gamni þegar hann mætti á svæðið, var að aðstoða aðra konu sem var að fæða í baðinu. Tókum við því bara sjálf á móti honum þangað til ljósan kom sem var að vísu mjög fljótlega, því sú sem var á vakt hafði kallað aðra út þegar ég hringdi og boðaði komu okkar. ekki það að allar mínar fæðingar hafa alltaf gengið eins og í lygasögu, hef átt þau öll innan klukkutíma frá fyrstu alvöru verkjum ekki amalegt það.
Þessi litli gleðigjafi hefur sko þurft að hafa fyrir lífinu er nánast búin að vera veikur frá fæðingu :(
Nýfæddur prins, múttan enn í hjólastólnum
Eins árs prins á hjólinu sem við gáfum honum í afmælisgjöf
Um bloggið
Skruddulina
Nýjustu færslur
- 27.10.2008 Það er svo sem ekkert að frétta.....
- 8.10.2008 allt gekk vel í dag :)
- 7.10.2008 hef þetta bara stutt núna.....
- 3.10.2008 smá update af sætalíusi
- 1.10.2008 Lítið sem ekkert að gerast á þessum bæ.....
Tenglar
Mínir tenglar
Myndaalbúm
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
til hamignju með daginn.... knús og koss á ykkur...,. LOVE
Þórunn Eva , 26.7.2008 kl. 12:02
Það er ekki neinn smá kraftur í þér og ekki ert þú að bíða leingi með fæðingarnar ,ó það er alltaf gott þegar allt er eðlilegt við fæðingarnar og gengur vel .Ég óska ykkur ynnilega til hamingju með fæðinguna þó seint sé .En óskup er það ervitt að snáðinn skuli ekki vera hraustari en þetta ,en það er vonandi að það geti lagast og ónæmiskerfið hanns stirtst,því það er mikilsvirði fyrir okkur öll. Gott mál.
Jón Reynir Svavarsson (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 12:12
Elsku litli karlinn, það er sko kraftur í honum (á ekki langt að sækja það). Til hamingju með daginn
Kveðja, Elín frænka
Elín (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 13:01
Til hamingju með litla barnið þitt Guðrún mín,
Þú varst nú í svo fínni afmælisveislu dagin áður en prinsinn fæddist, og þú hefur bara borðað svo mikið að það hefur bara ekki verið pláss fyrir hann í mallanum þannig að hann dreif sig bara í heiminn
En elsku Guðrún mín til hamingju með prinsinn þinn
Kv Munda
Munda frænka (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 14:18
Þórunn mín takk fyrir kveðjuna Knús og kossar til baka.
Jón Reynir, já það væri nú mikið gott ef hann færi að verða eitthvað betri, takk fyrir kveðjuna
Elín mín, það er sko kraftur í honum þrátt fyrir veikindin :) það eru bara kraftakögglar í þessari ætt hehehe . Takk fyrir kveðjuna dúllan mín.
Munda mín, kjúklingaréttirnir þínir voru svo góðir að ég hélt ekki barni hahaha Takk fyrir kveðjuna sæta.
Guðrún Hauksdóttir, 27.7.2008 kl. 11:36
Til hamingju með litla prinsinn :)
Mín sagði einmitt við mig í fyrradag: Mamma, maginn þinn er bara fullur af litla barninu! Ég vildi að litla barnið gæti bara komið út svo þú gætir borðað meiri mat...." Mamman var sko eitthvað ekki að fíla grjónagrautinn frá 1944 þann daginn, ennþá södd frá því í morgunkaffinu í þokkabót! :)
Halldóra F Sigurgeirsdóttir (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 20:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.