29.7.2008 | 14:09
Mamma mía
Fór að sjá þessa líka snilldar mynd á sunnudaginn.......Vááááá hvað ég hló mikið. Skottunni minni fannst ég að vísu hlægja allt of mikið HAHAHA var hálf hneyksluð á tímabili.....Við fórum 13 saman á aldrinum 6 - 40 ára og held ég satt að segja að allir hafi skemmt sér konunglega þetta er mynd sem ég mæli eindregið með sem góðri fjölskylduskemmtun :) Væri alveg til í að komast á þessa Grísku eyju :)
Eruð þið búin að sjá þessa bráðskemmtilegu mynd ?
Að allt öðru ,verð að segja ykkur frá einni lítilli 6 ára sem var með foreldrum sínum í heimsókn úti á landi í vikinni. Þau eiga hund sem heitir Nero og litla skottan fór í smá göngu með hundinn sinn, hafði hún heyrt af því að annar hundur sem var kvenkyns ætti heima í næsta húsi við frænku hennar svo mín bara bankaði uppá og spurði hvort hundurinn væri heima því Nero langaði svo að fá að ríða henni hahaha bara snilli þessi snúlla.
Um bloggið
Skruddulina
Nýjustu færslur
- 27.10.2008 Það er svo sem ekkert að frétta.....
- 8.10.2008 allt gekk vel í dag :)
- 7.10.2008 hef þetta bara stutt núna.....
- 3.10.2008 smá update af sætalíusi
- 1.10.2008 Lítið sem ekkert að gerast á þessum bæ.....
Tenglar
Mínir tenglar
Myndaalbúm
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mama mía myndin er frábær og myndatakan falleg.
Er ekki sagt að börnin læri af .....................
Heidi Strand, 29.7.2008 kl. 14:18
já þessi mynd er tær snilld.... elska hana og langar einmitt líka á þessa eyju ;) eigum við að skella okkur ??
Þórunn Eva , 29.7.2008 kl. 14:43
Myndin er mjög góð og býður upp á margt sem ekki er hægt í leikritinu/söngleiknum. Fjölskyldan fór öll (6 - 47 ára) og DVD diskurinn verður keyptur strax og hann kemur út. Nokkrir voru til í að fara strax aftur.
En það er eitthvað við sviðsuppsetningar sem gerir þær svo eftirminnilegar. Ég er búinn að sjá uppfærsluna bæði í London og New York. Hvor með sínu sniði, en báðar frábærar. Söngvararnir voru líka betri á sviðinu.
Marinó G. Njálsson, 29.7.2008 kl. 14:50
heheeh talandi um söngvarana þá voru þeir hreint ekki góðir en samt var það svo skemmtilegt.... æji þið kannksi skiljið hvað ég meina.... já eða kannski ekki... hehe
ætla einmitt að kaupa dvd diskinn þegar að hann kemur út...
Þórunn Eva , 29.7.2008 kl. 18:15
það var nú bara hluti af skemmtuninni hvað söngurinn var hrikalega lélegur :)
Ætla sko líka að kaupa mér þessa mynd á disk Væri mikið til í að sjá uppfærsluna í London :)
Þórunn mín væri ekkert á móti því að skreppa á þessa eyju með þér :)
Guðrún Hauksdóttir, 29.7.2008 kl. 20:13
þá er það ákv hehehehheheh i whis... fáum sigga bara til að skrifa uppá það heheh
Þórunn Eva , 30.7.2008 kl. 15:49
Ég verð að mótmæla því að söngurinn hafi verið lélegur....
Kristbjörg Clausen (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 14:45
Hahaha litla skottan með húmorinn í lagi En eins og mamma mín kenndi mér var að hreinskilnin borgar sig alltaf. Ég hf sjálf reynt að kenna mínum börnum að hún borgi sig oftast en stundum er hægt að vera aðeins of hreinskilin.
Hulda Sigurðardóttir, 1.8.2008 kl. 19:30
Mikið rosalega verð ég að skella mér á þessa mynd!
Eeeen, ekki væri ég til í að passa þessa skottu, mikið hlýtur hún að vera uppátækjasöm og hugmyndarík!!! Bara 6 ára!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 5.8.2008 kl. 10:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.