26.4.2008 | 20:35
Pirripirr :(
Já, ég er frekar pirruð á því núna..... fór í gær með litla manninn á vaktina í Kef, hitti þar á fínan lækni ,ekki alltaf sem það gerist þar ,en hvað um það. Hann byrjar á því að skoða útbrotin og fannst þau einna helst líta út sem ofnæmi eða vírus ekki alltaf gott að sá muninn, síðan hlustaði hann kauða og auðvitað brakaði og kurraði mikið í honum ,einnig er hann aftur kominn með eyrnabólgu í bæði eyru svo læknirinn vissi ekki allveg hvað hann ætti nú að gera fyrir þennan litla pjakk sem er búinn að fá tvo sýklalyfjaskammta á 2 vikum :( hann ákveður að senda okkur í lungnamyndatöku á barnaspítalann en áður en við færum ákvað hann að hringja í barnalækninn okkar og spyrja hann hvað honum finndist við ættum að gera ,hann vildi setja hann á stera. Ég sagði honum að ég kæmist bara ekki með hann fyrr en á morgun þar sem ég var ekki með neina pössun fyrir HK og Jóa því hún Thelma mín var að fara á söngleik í bænum, það var ekkert mál en bauð hann mér númerið sitt ef honum versnaði eitthvað til morgun þá mætti ég hringja.... Hann var með hrikalega slæman hósta í nótt og í dag var hitinn kominn í 39,4 svo ég ákvað að skella mér á barnaspítalann með gaurinn til þess að fá lungnamynd af honum....sá sem tók á móti okkur fyrst fannst hann skelfilega slæmur og sagðist ætla að fá sérfræðing til að panta mynd en kom svo til baka með sérfræðingnum og hlustaði hann drenginn í gegnum fötin og sagði svo enga myndatöku þetta er örugglega bara víruslungnabólga úr því hann er búinn að vera á tveimur skömmtum af sýklalyfjum síðustu tvær vikur. með það fór ég bara heim alveg hrikalega örg eitthvað því litli strumpurinn er búinn að vera svona í 11 daga eða síðan hann fór í fyrstu mótefnlyfjagjöfina...Arrrrg og til að bæta geðheilsuna hjá múttunni þá er Jóhann Gabríel kominn með 40 stiga hita.
En auðvitað ætla ég að taka á þessu með bros á vör eins og alltaf :)
Um bloggið
Skruddulina
Nýjustu færslur
- 27.10.2008 Það er svo sem ekkert að frétta.....
- 8.10.2008 allt gekk vel í dag :)
- 7.10.2008 hef þetta bara stutt núna.....
- 3.10.2008 smá update af sætalíusi
- 1.10.2008 Lítið sem ekkert að gerast á þessum bæ.....
Tenglar
Mínir tenglar
Myndaalbúm
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ÆÆÆÆÆÆÆ, ég finn til í hjartanu, elsku litli engillinn hennar frænku sinnar
Kristbjörg Clausen (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 20:40
knús á þig þú ert svoooooo dugleg... LOVE
Þórunn Eva , 27.4.2008 kl. 11:26
ÚFF! Það er svo ekki gaman að hafa þessi litlu kríli lasin og geta nákvæmlega ekkert gert fyrir þau :(
Vonandi fer þetta nú skánandi hjá ykkur!
Halldóra F Sigurgeirsdóttir (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 16:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.