Eru fréttirnar ekki bara lygi?

Já, skottan mín spurði mig í gær hvort fréttirnar í sjónvarpinu væru ekki bara lygi......hún sagði þetta getur ekki allt verið satt sem er þarna......er þetta ekki bara svona menn í dulargerfum að segja okkur bara lygi....eins og í teiknimyndum og Simpson þá tala aðrir bakvið og það er ekki allt satt sem þeir segja og svo er bara notuð tómatsósa þegar einhver á að deyja :) hehehehe þvílíkar pælingar hjá 6 ára barni Grin mikið væri það nú gott ef ljótar fréttir væru nú bara lygi.

 

Ég mætti með litla kútinn í lyfjagjöf í gær niður á barnaspítala að henni lokinni fór ég heim svekkt og sár því það var ekki viðlit að fá lækni til að skoða barnið þarna á dagdeildinni, það var enginn við nema bara einhver nemi sem ekki gat skoðað á barninu eyrun því hann er með svolítið þröng eyrnagöng og eiga sumir erfitt með að skoða eyrun hans einnig óskaði ég eftir því að láta lækni kíkja á bleyjusvæðið því hann er ræfilstuskan með sveppasýkingu og flakandi sár niður á hné liggur við og þegar hann er á sýklalyfjum þá er svo erfitt að ráða við þetta. Ákvað hjúkkan að hringja niður í Ásgeir lækni trufla hann á málþingi og ætlaði hann að kíka á okkur í kaffitímanum kl 3 þegar hann kom þá var hann á mikilli hraðferð,hann var alveg sammála um að hann þyrfti eitthvað sterkara en þau krem sem seld eru án lyfseðils og ætlaði að ávísa okkur einhverju öðru en fór bara án þess að gera það Devil ARRGGH  þannig að eftir viðveru á barnaspítalanum frá 9 - 4 þá þurfti ég að leita annað eftir læknisaðstoð svo ég brunaði með hann í Keflavík til okkar barnalæknis til þess að láta skoða hann svo hann fengi viðeigandi meðferð við sínum vanda. Hann lét hann hafa viku skammt af sveppasýkingarlyfi til inntöku sem kostaði ekki minna en 7500 kr takk fyrir.Shocking Eyrun hans eru bara ágætl, bara vökvi í öðu og aðeins roði í hinu þannig að þau sýklalyf sem hann er á núna eru að virka sem er mjög gott mál,annars er hann bara nokkuð brattur þessi elska var að vísu orðin ansi þreyttur eftir daginn,við vorum ekki komin heim fyrr en um  sexleytið. 

Einnig var ég að vona að það yrði komið út úr þeim rannsóknum sem gerðar voru fyrir mánuði síðan en svo var ekki :( Held að ég sé í einhverju dramaksti þessa dagana vegna þreytu, þá fer allt sem viðkemur veikindum drengjanna minna eitthvað svo í pirrurnar á mér og þá þoli ég svo illa að fá ekki almennileg svör og þjónustu. Viðkvæm kelling hitaði sér velling og ............heheheGrin Tek það fram að upp til hópa er starfsfólk barnaspítalans yndislegt og á heiður skilið fyrir vel unnin störf :)

Litli prinsinn er að vakna svo ég ætla ekki að hafa þetta lengra núna, hafið það sem allra best á þessum líka bjarta degi Smile

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórunn Eva

hæ hæ babí.. þú ert alltaf jafn dugleg og gaman að lesa að litli pjakkur er skárri til heilsunnar ... vonandi kemur þetta núna hjá honum... knús og koss og við krossum putta...

Þórunn Eva , 14.5.2008 kl. 19:06

2 Smámynd: Sóley Valdimarsdóttir

Hæ hæ. Já það er gaman að hittast hér á blogginu en skemmtilegra væri að hittast svona live Það verður bara næst. Kærar kveðjur til þín

Sóley Valdimarsdóttir, 14.5.2008 kl. 21:56

3 Smámynd: Halla Vilbergsdóttir

Æi þú ert svo frábær ;) gangi ykkur nú sem best og megi hann fara að hressast bara pilturinn...;) kveðja frá vogabúum...

Halla Vilbergsdóttir, 15.5.2008 kl. 23:13

4 Smámynd: Guðrún Hauksdóttir

Takk takk, Þórunn og Halla  þið eruð bara frábærar.

Já Sóley mikið væri það nú rosalega gaman að hittast svona live  vonandi verður það bara sem fyrst, hofum ekki sést í svo mörg ár :)

Guðrún Hauksdóttir, 16.5.2008 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skruddulina

Höfundur

Guðrún Hauksdóttir
Guðrún Hauksdóttir

 Sumarið er tíminn :) Ég er 39 ára kona sem lætur sig varða málefni langveikra barna. Stolt 5 barna móðir og eiginkona .

garuska@simnet.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 964

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • 172
  • 149
  • 144
  • 095
  • oktober 062

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband