Ráðskonurassabínan mín :)

Skottan mín er ótrúleg, hún ar alltaf hreint að koma manni á óvart.......á laugardaginn þegar ég var á spítalanum með stubbalinginn minn var Thelma mín heima að passa hinn prinsinn minn og skottuna mína.......um kl 2 hringdi Thelma í mig skelfingu lostin því Jói hafði rétt henni símtólið og sagt lögreglan er í símanum Thelma, Úpps hvað var í gangi? Jú jú skottan mín hafði hringt í 112 og beðið um lögregluna því það voru sko þjófar í Grindavíkinni Grin hahaha. Þegar ég kom heim fór ég nú spjalla við skottuna um þetta mál, hún fór strax á flug í frásögn og sagði mér hvað hefði nú gerst. Þannig var að hún og fleiri voru að leik í götunni fyrir aftan okkur , þar var hundur í bandi við eitt húsið og sá hún hvar tveir gaurar komu og losuðu hundinn og fóru með hann í burtu,voru sem sagt að stela honum. Ákvað hún án umhugsunar að hlaupa heim og tilkynna þennan þjófnað til lögreglunnar LoL hahaha hún er ótrúleg að bjarga sér þessi skotta. Ég sagði henni nú að það mætti alls ekki hringja í 112 nema eitthvað alvarlegt væri að, en hún varð nú bara frekar sár og sagði , er ekki alvarlegt að hér séu þjófar, mamma þetta voru sko alvöru þjófar........eigandi hundsins fann hundinn svo rétt hjá Íþróttavellinum án aðstoðar lögreglu Joyful

Vááá það var dásamlegt að horfa á júróvísion með þessari 6 ára skottu , hún hafði sko sínar skoðanir á keppendum og stigagjöf,t.d hafði hún á orði að sér finnist nú mjög sorglegt að söngkonan frá Gerorgíu væri blind, æji greyið hún sér ekki einu sinni fötin sem hún fer í á morgnana, hún hefur aldrei séð kjólinn sem hún er í núna mamma......en mamma blind manneskja er sko ekki heimsk.....ég veit að maðurinn hennar og börnin hjálpa henni Smile  Einnig fannst henni gamli frá króatíu vera mjög mikið krútt, æjjji hann er svo mikið krútt mamma :) og um söngkonuna frá Ukraínu sagði hún, þetta er alveg stórglæsileg kona, hún er örugglega að reyna að vera bara sjálfstæð konan.....svo þegar Rússinn tók sigurlagið spurði hún hvort hann væri núna að syngja:).... keppnin verður í mínu landi nahæst liggaligga lá.....af hverju er þessi kall að sýna á sér bumbuna...... hann er örugglega bara ennþá með gleðina í sér síðan hann vann :)Hún sat yfir stigagjöfinni allan tíman og tók henni mjög alvarlega.

Hér kemur svo mynd af ráðskonurassabínunni minni :) Mamma vinkonu hennar málaði hana svona flott á vorhátíð skólans sem haldin var síðasta föstudag.

Mai 224

Takk æðislega þið sem eruð dugleg að kvitta, knús á ykkur InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ung dama með einfaldar skoðanir, mér líst vel á það!
Ef þú leyfir  henni að halda svona áfram, þá verður hún sko örugglega eitthvað mikið í framtíðinni!!
Svo er hún algjört krútt í þokkabót

Róslín A. Valdemarsdóttir, 27.5.2008 kl. 14:02

2 Smámynd: Hulda Sigurðardóttir

Sko stelpuna, maður á að segja það sem manni finnst það segir mamma mín allavega

Hulda Sigurðardóttir, 27.5.2008 kl. 17:57

3 identicon

Sú er nú lík honum pabba sínum á þessari mynd

Kristbjörg Clausen (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skruddulina

Höfundur

Guðrún Hauksdóttir
Guðrún Hauksdóttir

 Sumarið er tíminn :) Ég er 39 ára kona sem lætur sig varða málefni langveikra barna. Stolt 5 barna móðir og eiginkona .

garuska@simnet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 933

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • 172
  • 149
  • 144
  • 095
  • oktober 062

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband