16.7.2008 | 12:08
Afmæli :)
Hann Jóhann Gabríel yndislegi drengurinn minn er 4 ára í dag ......omg hvað tíminn er fljótur að líða, komin fjögur ár frá því ég eignaðist þennan gullmola. Hann hefur nú aðeins þurft að hafa fyrir lífinu í veikindum sínum en alltaf verið ótrúlega duglegur Við byrjuðum daginn á því að fá okkur súkkulaði köku...... það má sko alveg þegar svona frábær strákur á afmæli síðan voru pakkarnir frá okkur mömmu og pabba og systkinum, ömmu og afa í Kína opnaðir váá hvað minn maður var ánægður með afmælisgjafirnar....... nýtt stórt hlaupahjól með alvöru 10" dekkjum,playmó dreka, playmó risaeðlu og playmó vinnubíl. Svo kíktu Elín systir og Alexander í morgunkaffi með afmælisgjöf handa prinsinum fullt af sjóræningjadóti ekkert smá flott.
Við ætlum svo bara að njóta veðurblíðunnar í dag æltum sennilega að halda upp á afmælið hans Jóa og litla kúts næsta sunnudag í Selskógi þ.e.a.s ef veður leyfir, ætlum að grilla ofan í gestina gaman gaman. Litli kútur verður eins árs þann 26 júlí.
Njótið lífsins elskurnar
Jóhann Gabríel yndislegi afmælisstrákur, þessi mynd er tekin í Selskógi núna í sumar
Um bloggið
Skruddulina
Nýjustu færslur
- 27.10.2008 Það er svo sem ekkert að frétta.....
- 8.10.2008 allt gekk vel í dag :)
- 7.10.2008 hef þetta bara stutt núna.....
- 3.10.2008 smá update af sætalíusi
- 1.10.2008 Lítið sem ekkert að gerast á þessum bæ.....
Tenglar
Mínir tenglar
Myndaalbúm
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elsku Guðrún mín
Til hamingju með þennan yndislega strák, hann er bara æði
Kysstu hann og knúsaðu hann frá mér, hann hefur engan tíma til að
tala við mann það er svo gaman að leika sér með allt nýja dótið.
Kv Munda frænka.
Munda frænka (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 14:07
Innilega til hamingju með kútinn
Róslín A. Valdemarsdóttir, 16.7.2008 kl. 16:24
Til hamingju með prinsinn :)
Halldóra F Sigurgeirsdóttir (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 17:48
Til lukku með þennan myndarpilt....;) algjört sjarmatröll eins og þau öll....ekkert smá flottir krakkar...kveðja úr hafnarfirði hehehhe
Halla Vilbergsdóttir, 20.7.2008 kl. 23:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.