Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Eru fréttirnar ekki bara lygi?

Já, skottan mín spurði mig í gær hvort fréttirnar í sjónvarpinu væru ekki bara lygi......hún sagði þetta getur ekki allt verið satt sem er þarna......er þetta ekki bara svona menn í dulargerfum að segja okkur bara lygi....eins og í teiknimyndum og Simpson þá tala aðrir bakvið og það er ekki allt satt sem þeir segja og svo er bara notuð tómatsósa þegar einhver á að deyja :) hehehehe þvílíkar pælingar hjá 6 ára barni Grin mikið væri það nú gott ef ljótar fréttir væru nú bara lygi.

 

Ég mætti með litla kútinn í lyfjagjöf í gær niður á barnaspítala að henni lokinni fór ég heim svekkt og sár því það var ekki viðlit að fá lækni til að skoða barnið þarna á dagdeildinni, það var enginn við nema bara einhver nemi sem ekki gat skoðað á barninu eyrun því hann er með svolítið þröng eyrnagöng og eiga sumir erfitt með að skoða eyrun hans einnig óskaði ég eftir því að láta lækni kíkja á bleyjusvæðið því hann er ræfilstuskan með sveppasýkingu og flakandi sár niður á hné liggur við og þegar hann er á sýklalyfjum þá er svo erfitt að ráða við þetta. Ákvað hjúkkan að hringja niður í Ásgeir lækni trufla hann á málþingi og ætlaði hann að kíka á okkur í kaffitímanum kl 3 þegar hann kom þá var hann á mikilli hraðferð,hann var alveg sammála um að hann þyrfti eitthvað sterkara en þau krem sem seld eru án lyfseðils og ætlaði að ávísa okkur einhverju öðru en fór bara án þess að gera það Devil ARRGGH  þannig að eftir viðveru á barnaspítalanum frá 9 - 4 þá þurfti ég að leita annað eftir læknisaðstoð svo ég brunaði með hann í Keflavík til okkar barnalæknis til þess að láta skoða hann svo hann fengi viðeigandi meðferð við sínum vanda. Hann lét hann hafa viku skammt af sveppasýkingarlyfi til inntöku sem kostaði ekki minna en 7500 kr takk fyrir.Shocking Eyrun hans eru bara ágætl, bara vökvi í öðu og aðeins roði í hinu þannig að þau sýklalyf sem hann er á núna eru að virka sem er mjög gott mál,annars er hann bara nokkuð brattur þessi elska var að vísu orðin ansi þreyttur eftir daginn,við vorum ekki komin heim fyrr en um  sexleytið. 

Einnig var ég að vona að það yrði komið út úr þeim rannsóknum sem gerðar voru fyrir mánuði síðan en svo var ekki :( Held að ég sé í einhverju dramaksti þessa dagana vegna þreytu, þá fer allt sem viðkemur veikindum drengjanna minna eitthvað svo í pirrurnar á mér og þá þoli ég svo illa að fá ekki almennileg svör og þjónustu. Viðkvæm kelling hitaði sér velling og ............heheheGrin Tek það fram að upp til hópa er starfsfólk barnaspítalans yndislegt og á heiður skilið fyrir vel unnin störf :)

Litli prinsinn er að vakna svo ég ætla ekki að hafa þetta lengra núna, hafið það sem allra best á þessum líka bjarta degi Smile

 


Hamingjusöm móðir.

Skottan tilkynnti mér það í morgun að ég væri sko uppáhalds mamma hennar Grin hehehe


Jabbadabbadú.

Hvað haldið þið hann Jóhann Gabríel rúsínu rassarófa er að byrja í leiksskóla 1 júní Smile hún Hulda leikskólastýra hringdi í mig í gær og boðaði mig í viðtal í næstu viku. Hún hefur hringt í mig reglulega síðan hann var ca 2 ára og ath stöðuna á honum en hingað til hefur hann ekki fengið grænt ljós vegna veikindanna að byrja í leiksskóla. En nú held ég að honum sé orðið óhætt að byrja enda er maður að verða 4 ára í sumar og alltaf lengra og lengra bil á milli veikinda hjá honum, að vísu er hann búinn að fá þrjár leiðinda pestar núna síðastliðinn mánuð en þetta hefur samt lagast heilmikið hjá honum , hann er ekki eins lengi að vinna sig út úr pestunum eins og hann gerði og lungun hans hafa verið alveg til friðs í svolítinn tíma :) þegar ég sagði honum hver hefði verið að hringja þá sagði hann bara JESSSS ég er að byrja í leikskóla jabbadabbadú þvílíkt hamingjusamur Smile algjör krúttmundur.  hmmm........Hvernig fer ég að þegar hann er ekki heima á daginn ég er svo háð honum er jú búin að vera heima með honum í fjögur ár........ smá kvíðin en ánægð fyrir hans hönd ,hann hefur svo gott af því félagslegaséð að komast í leiksskóla. Stundum held ég að við foreldrarnir séum háðari börnunum en þau okkur. hehe

Thelma mín kláraði síðasta samræmda prófið sitt í gær, hún ákvað að taka öll 6 prófin og er bara lukkuleg með árangurinn :) mikið sem ég var nú glöð að hún fór nú bara á sína körfuboltaæfingu í gærkvöldi og svo út á bátana með unglingadeild björgunarsveitarinnar ekkert vesen svo er hún bara að fara að vinna í kvöld og alla helgina. Veit að það er eitthvað af krökkunum sem ætlaði að "djamma" um helgina en sem betur fer bara lítill hópur :( hún er jú að safna sér fyrir gjaldeyri til að fara út til Sviss í körfuboltabúðir í tvær vikur í júlí og viku til Þýskalands í ágúst með unglingadeildinni. Vááá hvað ég á eftir að sakna hennar :(

Skottan mín fór áðan á sína síðustu körfuboltaæfingu á þessu tímabili, ætla að vona að hún vilji halda áfram næsta vetur. þessa dagana er skólastarfið oft öðruvísi, hún er búin að fara í fjöruferð og útileikjadag á rollutúni svo eitthvað sé nefnt. Hún er bara hin hamingjusamasta þessa dagana.

Litli kútur er eitthvað hressari kominn á sýklalyf, en hann er svakalega upptjúnaður af sterunum, er rosalega rellinn og á bágt með svefn. Hefur hann verið að vakna ca 953 x á nóttu.... nei nei ekki alveg svo slæmt :) og ekki náð að hvíla sig nógu mikið yfir daginn,annars er hann bara lang flottastur og bestastur.

Þórunn vinkona Auðar minnar eignaðist yndislegan 15 marka prins í morgun, hún er bara 16 ára alveg hreint ótrúlega dugleg stelpa:) Elsku Þórunn og Villi til hamingju með litla krúttið ykkar Heartohh hlakka svo til að fá að sjá hann og máta Smile

Af gefnu tilefni langar mig að biðja alla að fara varlega í umferðinni og vera vakandi yfir því að börnin eru komin á hjólin, hann Elvar Smári  litli frændi minn varð fyrir bíl í gær á hjólinu sínu en sem betur fer slasaðist hann minna en útlit var fyrir í fyrstu. Sendi ég honum batakveðjur á barnaspítalann.

Knús knús á línuna Heart


Enn ein barnaspítalaferðin :(

 Ég sem hélt að þetta væri nú allt að koma hjá litla rassálfinum mínum........nei ekki alveg:) Þegar litli kall vaknaði í gærmorgun þá mælist hann bara með 35.6 og hækkaði hitastigið ekkert fyrr en um  þrjúleytið, þá náði hann 36,1 og var kominn með útbrot um allt eins og hann væri að fá hlaupabóluna aftur en því vil ég ekki trúa því það er svo stutt síðan hann var með hlaupabóluna. Um hálffimm var hitinn svo kominn yfir 38 og ákvað ég að fara með hann í Kef og láta líta á þessi útbrot en vitið menn þegar við komum inn á stofuna og læknirinn fór að spyrja hvað væri nú að hrjá þennan litla mann, þá ætlaði ég að sýna honum útbrotin en hann bað um að fá að hlusta hann strax því honum leist ekkert á öndunina hjá honum, hann hlustaði og sagði svo ég hef verið í þessum bransa til fjölda ára og aldrei hef ég heyrt nokkurt barn jafn slæmt og hann er núna :( hann vildi kalla út röngen og fá lungnamynd af barninu strax. Myndirnar komu bara þokkalega út svo sem en hann var ekki sáttur við útkomuna og mældi hjá honum súefnismettun sem reyndist vera 84 og  var hann ekki ánægður með þá útkomuna svo hann fór og náði í annað tæki en það breytti engu sama útkoma 84 í mettun og blabla í öndun þegar mettun er orðin svona lág ætti hann að vera hálf meðvitundarlítill en það var hann ekki, svo hann varð bara hálf smeikur og vildi hringja strax á sjúkrabíl og senda hann inná barnaspítala með súrefni,ég bað hann að tala við Sigurð okkar þar sem ég vissi að hann var á staðnum,,því hann hringdi í mig þegar litli mann var í myndatökunni( hann þekkir pjakkinn minn út og inn) samþykkti hann að ég færi bara með hann sjálf á mínum bíl, mér fannst það betra því ég var jú ein á leið í bæinn og gat ekki hugsað mér að skilja bara bílinn eftir í Kef. þeir hringdu bara á undan okkur og báðu um innlögn. þegar við komum inná barnasp byrjuðu þeir á því að gefa honum friðarpípu og 5 steratöflur og eftir smá tíma var mettunin kominn uppí 97 og þá var hægt að skoða hann og stinga,eftir að búið var að kalla á sérfræðing sem kom og skoðaði hann ákváðu þeir að leyfa okkur bara að fara heim en þeir vildu ekki gefa honum neitt við eyrnabólgum eins og staðan var,aðeins að bíða og sjá til hvort þetta sé einhver vírus því þeir voru ekki vissir með þessi útbrot. Þannig að við ætlum að sjá til hvernig hann verður næstu daga, hann fékk stóran steraskammt með sér heim ojjj :( Við vorum ekki komin heim fyrr en um hálf tvö í nótt.

Verðum bara að vona að þetta fari nú að lagast hjá þessum sætalingi mínum :) set inn eina mynd frá því hann byrjaði í þessum veikundum............. æji hann er svo lítill þarna:)

 

ágúst 159


Náttúruhamfarir.

Í gærkvöldi var ég að horfa á fyrri hluta framhaldsmyndar mánaðarins á stöð 2...... guð minn góður hvað þetta er hrikalegt þegar náttúruöflin taka völdin. Ég hræðist ekkert meira í þessu lífi en jarðskálfta ég  tapa mér algjörlega þegar ég finn fyrir jarðskjálfta. Við erum svo berskjölduð fyrir náttúhamförum ,við fáum engu breytt þegar eitthvað fer af stað t.d jarðskjálftar, hvirfilbylir, snjóflóð, eldgos,flóðbylgjur og eitthvað þessháttar :(  æjæjæj mig hryllir við þessu ,það hafa svo margir týnt lífi í náttúruhamförum það er svo sorglegt að geta ekkert gert til að breyta því :(  ætla samt að horfa á seinni hlutann í kvöld.

En við mannfólkð getum hinsvegar breytt  ýmsu svo fólk þurfi ekki að týna lífi t.d í bílslysum...... var að lesa bloggið hjá móðursystur minni henni Olgu og er löngu orðið tímabært að gera eitthvað í þessu með tvöföldun Suðurlandsvegar.... mikið sem ég verð alltaf reið þegar að einhver deyr á þessum vegakafla það er svo vel hægt fækka öllum þessum banaslysum, bara með tvöföldun vegar..........Einnig verð ég afar glöð þegar Reykjanesbrautin verður tilbúin þ.e.a.s búið verður að tvöfalda alla leið í báðar áttir :) þið getið lesið bloggið hjá henni elskulegu ,fallegu,skemmtilegu og jákvæðu móðursystur minni hér http://bitill.blog.is/blog/bitill/.

Hér er svo myndir sem ég tók í gærkvöldi af  litla duglega  drengnum mömmu sinnar:)

Mai 031Mai 034


Vorið er komið......

Rigningin og rokið líka ojjjj....Ætla nú samt að grilla í kvöld namminamm :)

Jóhann Gabríel er orðin hress og er á leiðinni í sund með Tótu íþróttakennara og litlu systur hennar sem er jafn gömul Huldu Karen, þau voru úti að leika við hana í gær og ætlar Tóta að vera svo næs að bjóða þeim systkinum með þeim systrum í sund í dag...... æði :)

Þá eru það fréttir af litlu bjútíbombunni hann er loksins farinn að sitja án stuðnings og vitið menn hann er líka farinn að SKRÍÐA þessi dugnaðarforkur mömmu sinnarHearthann hefur verið svolítið á eftir í hreyfiþroska vegna allra veikindanna og vildi taugalæknirinn gefa honum frest til 11mán  á að fara í sjúkraþjálfun en liggaliggalá þá bara kom þetta allt núna um helgina Smile jiiibbíjey............... Hann er eitthvað að verða betri allavega hefur hitinn lækkað í rúm 38 en að öðru leiti er hann eins þ,e.a.s ennþá svona horaður ræfillinn og mikið slím enn í lungum, hann er að fá Ventolin 3x+ á dag og Flixotide 2x ádag og Atrovent 3x á dag auk Singulair töflu fyrir nóttina svo er hann nýbúinn með stóran steraskammt svo ég hef trú á að þetta fari nú að koma hjá honum litla anganum. Nú er bara rúm vika í næstu lyfjagjöf vááá hann er búinn að vera veikur núna í um þrjár vikur, tíminn líður ekkert smá hratt.

Fjallaeyvindur hefur verið heima þessa helgi en fer vel úthvíldur austur í fyrramálið aftur eins og venja er :(

Þetta eru svo flottar myndir af þeim systinum, þær voru teknar í fyrrasumar. Þau eru svo mikil krútt þessi börn :)

 

ágúst 049ágúst 048

 

              Heart Eigið góðan dag elskurnar og takk fyrir fallegu kommentin Heart


« Fyrri síða

Um bloggið

Skruddulina

Höfundur

Guðrún Hauksdóttir
Guðrún Hauksdóttir

 Sumarið er tíminn :) Ég er 39 ára kona sem lætur sig varða málefni langveikra barna. Stolt 5 barna móðir og eiginkona .

garuska@simnet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 933

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • 172
  • 149
  • 144
  • 095
  • oktober 062

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband