Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
29.7.2008 | 14:09
Mamma mía
Fór að sjá þessa líka snilldar mynd á sunnudaginn.......Vááááá hvað ég hló mikið. Skottunni minni fannst ég að vísu hlægja allt of mikið HAHAHA var hálf hneyksluð á tímabili.....Við fórum 13 saman á aldrinum 6 - 40 ára og held ég satt að segja að allir hafi skemmt sér konunglega þetta er mynd sem ég mæli eindregið með sem góðri fjölskylduskemmtun :) Væri alveg til í að komast á þessa Grísku eyju :)
Eruð þið búin að sjá þessa bráðskemmtilegu mynd ?
Að allt öðru ,verð að segja ykkur frá einni lítilli 6 ára sem var með foreldrum sínum í heimsókn úti á landi í vikinni. Þau eiga hund sem heitir Nero og litla skottan fór í smá göngu með hundinn sinn, hafði hún heyrt af því að annar hundur sem var kvenkyns ætti heima í næsta húsi við frænku hennar svo mín bara bankaði uppá og spurði hvort hundurinn væri heima því Nero langaði svo að fá að ríða henni hahaha bara snilli þessi snúlla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
26.7.2008 | 11:41
englakroppakrúttið mitt er eins árs í dag
Já, það er víst liðið eitt ár frá því þessi litli krúttköggull kom í heiminn hann kom í heiminn með hraði, þessari elsku lá greinilega mikið á því ég vaknaði heima hjá mér um fjögurleytið og hann var fæddur rétt fyrir klukkan fimm á sjúkrahúsinu í Keflavík ( bý í Grindavík).
Við foreldrarnir vorum ein þegar hann fæddist því við vorum bara rétt komin inn í andyri fæðingardeildarinnar þegar hann skaust í heiminn....... litli anginn skaust því beint í buxurnar hjá múttunni sinni sem sat í hjólastól því hún gat ekki gengið, var svoooo slæm í grindinni, ljósmóðirin var því fjarri góðu gamni þegar hann mætti á svæðið, var að aðstoða aðra konu sem var að fæða í baðinu. Tókum við því bara sjálf á móti honum þangað til ljósan kom sem var að vísu mjög fljótlega, því sú sem var á vakt hafði kallað aðra út þegar ég hringdi og boðaði komu okkar. ekki það að allar mínar fæðingar hafa alltaf gengið eins og í lygasögu, hef átt þau öll innan klukkutíma frá fyrstu alvöru verkjum ekki amalegt það.
Þessi litli gleðigjafi hefur sko þurft að hafa fyrir lífinu er nánast búin að vera veikur frá fæðingu :(
Nýfæddur prins, múttan enn í hjólastólnum
Eins árs prins á hjólinu sem við gáfum honum í afmælisgjöf
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
23.7.2008 | 22:12
Er ekki alveg með nennuna í að blogga
Er ekki alveg með nennuna í að blogga þessa dagana, kannski nennan komi fljótlega aftur:) hehe les samt alltaf reglulega hjá bloggvinum en kommenta ekki alltaf :(
Annars héldum við upp á afmæli prinsanna um síðustu helgi, rosalega sem við vorum ánægð með það að mér skildi hafa dottið í hug að halda veisluna í Selskógi, krakkarnir voru þvílíkt hamingjusöm með það það komu um 40 manns, ekki komust nú allir enda sumartími. Grilluðum við bara pylsur með allskonar gummelaði ( þurftum að vísu að drösla grillinu okkar á staðinn) bestar þykja mér pylsur með kartöflusalati , bbq sósu og dijon hunangssósu nammi namm :) einnig pantaði ég tvær afmæliskökur Bangsimon fyrir krúttmund litla og StarWars fyrir krúttmund stóra Star Wars kakan var nú alveg að hitta í mark hjá gaurunum , við hin fengum okkur smábarnaköku eða Bangsimon :) hehe... krakkarnir kátir með að geta bara valsað um í góða veðrinu þau fóru t.d í fótbolta ( fórum með markið hans Jóa þangað) röltu inn í skóginn, flugu flugdreka og fl. barasta hinn ánægjulegasti dagur....þeir fengu líka svakalega fínar afmælisgjafir...... takk æðislega fyrir allar fallegu gjafirnar elskulegu vinir og vandamenn :) Knús og kossar
Jæja, þá er ég búin að endurheimta hana Thelmu mína frá Genf, hún var þar í tvær vikur, allamalla hvað við söknuðum hennar :) skottan er svo mikil dramadrottning að hún sofnaði nokkrum sinnum með mynd af Thelmu í fanginu æji bara sætt, hún elskar systur sína ekkert smá mikið Jóa var nú líka pínu illt í hjartanu sínu af söknuði. Það er nú augljóst mál að mín kona er að fá hvolpavitið hahaha kannski ekki skrýtið er að verða sextán ára ( alltaf litla deppan mömmu sín) það fyrsta sem hún sagði við mig þegar ég talaði við hana í síma var: mamma.... þjálfararnir eru sko ógisslega hot :) hehe..... er varla búin að tala um annað síðan hún kom heim :) staldrar hún bara heimavið í þrjár vikur og er svo þotin til Þýskalands :(
Guð veri með ykkur.
Úpps.... ég gleymdi, þið ykkar sem höfðuð áhyggjur af því að ég væri að ganga frá drengjunum mínum með því að halda upp á afmælið þótt þeir væru veikir...þeim varð ekki meint af Jói er að verða hitalaus og litli kútur er allur að koma til :)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.7.2008 | 12:08
Afmæli :)
Hann Jóhann Gabríel yndislegi drengurinn minn er 4 ára í dag ......omg hvað tíminn er fljótur að líða, komin fjögur ár frá því ég eignaðist þennan gullmola. Hann hefur nú aðeins þurft að hafa fyrir lífinu í veikindum sínum en alltaf verið ótrúlega duglegur Við byrjuðum daginn á því að fá okkur súkkulaði köku...... það má sko alveg þegar svona frábær strákur á afmæli síðan voru pakkarnir frá okkur mömmu og pabba og systkinum, ömmu og afa í Kína opnaðir váá hvað minn maður var ánægður með afmælisgjafirnar....... nýtt stórt hlaupahjól með alvöru 10" dekkjum,playmó dreka, playmó risaeðlu og playmó vinnubíl. Svo kíktu Elín systir og Alexander í morgunkaffi með afmælisgjöf handa prinsinum fullt af sjóræningjadóti ekkert smá flott.
Við ætlum svo bara að njóta veðurblíðunnar í dag æltum sennilega að halda upp á afmælið hans Jóa og litla kúts næsta sunnudag í Selskógi þ.e.a.s ef veður leyfir, ætlum að grilla ofan í gestina gaman gaman. Litli kútur verður eins árs þann 26 júlí.
Njótið lífsins elskurnar
Jóhann Gabríel yndislegi afmælisstrákur, þessi mynd er tekin í Selskógi núna í sumar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.7.2008 | 21:38
12 júlí
Ussuss allt of langt síðan síðast.
Síðastliðin sunnudag hóaði ég stórfjölskyldunni saman á Þingvelli með nesti og nýja skó, geggjaður dagur í 23 stiga hita........vááá hvað ég elska þessa fjölskyldu mína Svo á mánudeginum fórum við ég og bóndinn með krakkana í Selskóg og nutum veðurblíðunnar :) á þriðjudeginum skunduðum við svo aftur á Þingvelli þ.e.a.s. ég og börnin ,áttum þar enn einn yndislegan dag með frændsystkinum. Klárlega komu Þingvellir sterkir inn þessa vikuna æji það er svo gaman að vera saman í góðu veðri.
Krúttmundur litli bara úti þrjá daga í röð þá var það líka komið hjá honum, byrjað að kurra í honum og hann sólbrenndur á höndum og í andliti :( vorum við litli kútur því inni það sem eftir var vikunnar.
Fimmtudagurinn var frekar erfiður, ég og skottan fórum í kyrrðarstund í kirkjunni . Lítil sönn hetja Andri Meyvantsson tapaði því miður stríðinu við illvígan sjúkdóm aðeins 6 ára gamall. Kyrrðarstundin var haldin fyrir jafnaldra Andra og Sindra bróður hans. Mikið sem ég finn til með foreldrum hans og bróður. Andri og Hulda Karen voru búin að vera saman í leikskóla og skóla frá því þau voru bara lítil stýri, við þekktum hann svo sem ekki mikið utan þess.
Set hér inn mynd sem tekin var af Andra og skottunni í fimm ára afmæli skottunnar.
Blessuð sé minning hans
Jæja þá er það 12 júlí afmælisdagur margra, þar á meðal mín. Jamm ég á víst afmæli í dag einnig á hann pabbi minn afmæli í dag nú svo á hann Daníel Ísak sonur Mundu vinkonu líka afmæli, Gunna Munda Systir hans Bjössa mágs á líka afmæli í dag. Svo eiga Elín systir og Bjössi hennar ekta maður brúðkaupsafmæli í dag Til lukku öll með þennan frábæra dag :) Ekki gat litli stúfur sleppt því að senda múttuna sína með sig til doksa í dag :( en múttan er ekkert að erfa það við prinsinn því hann varð jú að fá sýklalyf því hann er komin með í eyrun eina ferðina enn.....litla skinnið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Um bloggið
Skruddulina
Nýjustu færslur
- 27.10.2008 Það er svo sem ekkert að frétta.....
- 8.10.2008 allt gekk vel í dag :)
- 7.10.2008 hef þetta bara stutt núna.....
- 3.10.2008 smá update af sætalíusi
- 1.10.2008 Lítið sem ekkert að gerast á þessum bæ.....
Tenglar
Mínir tenglar
Myndaalbúm
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar