19.5.2008 | 13:06
Yndisleg helgi að baki
Ég átti alveg yndislega helgi. Brúðkaupið var hreint út sagt frábært, að sjálfsögðu vældi ég þegar brúðhjónin gengu í salinn, mér finnst fátt yndislegra . Mikið dansað og sungið í þessu brúðkaupi og vaknaði ég rám og með strengi daginn eftir :) Váá´hvað ég skemmti mér vel Á laugardeginum skelltu við okkur svo í smá afganga til þeirra því brúðguminn átti jú 40 ára afmæli þann dag :)
Litlli kútur er ekkert búinn að vera neitt sérlega hress síðustu daga,hann er enn með hita og verið frekar slæmur í llitlu lungunum sínum, pínu mikill piirulíus Thelma mín átti svolítið erfitt með að passa hann meðan við vorum í veislunni því hún hélt oft að hann væri að kafna, en það hafðist allt hjá henni, duglegu stelpunni minni :) Nú er hún á leið í Skagafjörðinn í þriggja daga skólaferðalag nýkomin heim ( föstud) úr þriggja daga ferðalagi sem hún fór í með unglingadeildinni (Björunnarsveitinni). þvílíkt mikið að gera hja þessari sætu skvísu.
En þá er það stóra spurningin......... þarf klósettpappír endilega að vera hvítur ? ........ég bara spyr ,því ég álpaðist til þess að kaupa eina pakkningu af bláum rúllum og guð minn góður hvað það er búið að fara í taugarnar á heimilisfólkinu hér á bæ,bæði stórum og smáum....hahaha .ekki er ég að skilja af hverju það skiptir máli hvernig pappírinn er á litinn...........kaupi aldrei aftur bláan klósettpappír því get ég lofað hahaha
Um bloggið
Skruddulina
Nýjustu færslur
- 27.10.2008 Það er svo sem ekkert að frétta.....
- 8.10.2008 allt gekk vel í dag :)
- 7.10.2008 hef þetta bara stutt núna.....
- 3.10.2008 smá update af sætalíusi
- 1.10.2008 Lítið sem ekkert að gerast á þessum bæ.....
Tenglar
Mínir tenglar
Myndaalbúm
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hahha það hefði slegið í gegn hjá mínum prins að fá bláan klósettpappír hahahahahaha
hafið það gott kæru vinir.... LOVE
Þórunn Eva , 19.5.2008 kl. 16:39
HAHAHAH Hvar fékkstu bláan klósett pappír...;) trúlega mundi mitt fólk næla sér í tusku frekar en ð nota bláan heheh en mikið djöfull er maður til í að prufa ;) kaupa svo bláa kertastjaka og hafa þetta smá í stíl...það yrði auðvitað ekki smá krúttlegt heheheh
Halla Vilbergsdóttir, 19.5.2008 kl. 19:33
Þú getur líka fengið klósettpappír með suduko prófaðu það næst
Sóley Valdimarsdóttir, 19.5.2008 kl. 20:36
Hahaha blár klósettpappír myndi sko slá í gegn á mínu heimili þar sem að blár er í uppáhaldi hjá nánast öllum nema unglingnum en þar er uppáhalsliturinn rauður.
Hulda Sigurðardóttir, 20.5.2008 kl. 17:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.