Mætt aftur :)

Jæja...... þá er maður mættur hingað aftur ,búin að jafna mig á þessu öllu saman :) hehe

VARÚÐ löng færsla..

Sú tilfinning að finna ekki barnið sitt er hrikalega vond, þannig var að Jóhann Gabríel spurði mig um kl 16:00 hvort hann mætti fara inn til vinar síns (vinur nýorðin 6 ára) sem býr í húsinu við hliðina á okkar og auðvitað mátti hann það. þegar ég ætlaði svo að sækja hann rétt fyrir kl 17:30 þá bara hafði hann ekkert farið þangað inn heldur mætti hann vininum í dyrunum og ákváðu þeir að leika fyrir utan húsið hans þegar einn lítill 5 ára gutti kom og bauð þeim heim til sín á trampolin í hinn enda bæjarins.......omg hvað ég varð strax hrædd því það er jú bara hraunið fyrir ofan okkur og auðvitað fór hugurinn á flug og allar verstu hugsanir mættu á svæðið, ímyndaði ég mér meðal annars að annar hefði dottið ofan í gjótu í hrauninu og hinn kannski ætlað að hjálpa en dottið líka ofan í...... Ég var búin að keyra um allar götur í hvefinu og víðar en hvergi sjást til þeirra einnig var ég búin að stoppa alla þá bíla sem ég þekkti og biðja um aðstoð við að leita að drengjunum. Kl 19:30 voru alla vega 8 bílar að keyra um Grindavík í leit að þeim og nokkrir hjólandi um en ekki fundust þeir, ég var farin að grenja um þetta leiti og orðin frekar örvæmntingarfull, ákvað að hringja í Otta sem er flokkstjóri Thelmu í björgunarsveitinni og byrjaði hann að keyra um og leita,svo um kl 20:00 hringdi Otti í mig og var hann þá einnig orðin smeikur og vildi setja af stað skipulagða leit og hafði hann samband við lögregluna. Um kl 20:30 hringdi hann Otti aftur og bað mig að koma niður í Björgunarsveitarhús því þeir væru að fara af stað með skipulagða leit og lögreglan væri á leiðinni. Þegar ég kom niður í Bjhús kl 20:48 fékk ég hringingu frá Elínu systir og hafði ein mamman sem hjálpaði til við leitina fundið drengina rétt hjá kirkjunni, höfðu þeir þá verið heima hjá þessum dreng allan tíman á trampolini...ég var algjörlega að fara yfir um þegar ég steig út úr bílnum, búin að keyra í marga klukkutíma í leit af þeim, þá náttla bara nötraði ég eins og hrísla.... þegar ég kom heim var ég með svitabletti undir höndum eins og sveittur feitur kall :) hahaha og daginn eftir var ég með strengi um allan skrokk....Ég sem hélt að ég hefði upplifað það versta þegar ég kom að litla kút meðvitundar litlum að kafna í rúminu sínu í enda Mars.......nei nei aldeilis ekki......greinilega alltaf hægt að bæta við sig skelfilegri reynslu :(

Thelma náði öllum samræmdu prófunum og útskrif í dag kl 16 svo verðum við að finna okkur hentugan tíma til að fara út að borða saman bara við tvær,því ég var búin að lofa henni því :)

Jæja ætli þetta sé ekki bara orðið gott í bili.

Ps. Fór og verslaði eitt stórt ferlíki um helgina tek sko ekki séns á að láta heilla hann aftur í burtu frá heimili sínu. Nú getur hann hoppað og skoppað á trampolini í garðinu heima hjá sér alla daga Cool hehe

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég á bara ekki til orð!
Drengurinn þinn er sko greinilega ekki mikið móðursjúkur.

Til hamingju með stelpuna
Knús

Róslín A. Valdemarsdóttir, 2.6.2008 kl. 14:27

2 Smámynd: Guðrún Hauksdóttir

Takk fyrir Róslín

jú, hann er sko múttusjúkur og var hann frekar lítill í sér daginn eftir og þurfti mikið og oft að fá knús og kossa :)

Guðrún Hauksdóttir, 2.6.2008 kl. 14:35

3 identicon

Segi það enn og aftur - sem betur fer endaði þetta allt vel!

Veit annars ekki hvort ég þori að segja Láru minni frá trampolíninu í Grindó! Lára er búin að biðja MIKIÐ (já lesist MIKIÐ) um tramolín í vetur. Ég sagði henni að hún yrði bara að safna fyrir því sjálf. Daman hefur því ekki setið auðum höndum....hún hefur safnað klinki í sér bauk, þá hefur hún verið grimm hvað varðar dósir og flöskur....afar, ömmur og frænkur keppast við að þamba úr fleiri fleiri flöskum - allt skal í Sorpu og fleiri krónur í baukinn góða! Nú er svo komið að hún er nánast búin að safna fyrir þessu sjálf....en enn er mamman eitthvað treg í taumi! Þessi trampolín eru öll svo STÓR að þau komast bara ekki fyrir hér í garðinum hjá mér! Ég er því að leita af einu sem er max 3m í þvermál.....anyone, anyone?

Stórt knús á ykkur Grindvíkingar :) Sjáumst fljótlega.

Gurran

Gurra (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 15:12

4 Smámynd: Fjóla Æ.

Mikið skil ég ótta þinn vel og mikið rosalega er gott að heyra að allt var í lagi. Spurði guttinn þig hvort þú værir að leita að honum? Og sagði að hann hefði ekki verið neitt týndur, hann hefði verið hér allan tímann.

Knús á þig.

Fjóla Æ., 2.6.2008 kl. 15:22

5 Smámynd: Hulda Sigurðardóttir

Þessi krakkar sko vá bara. Andri minn hefur gert þetta allt of oft og núna síðast í dag en sem betur fer þá var ég fljót að finna hann í þetta skiptið.

Það er gott að ekkert alvarlegt kom fyrir og að hann hafi skilað sér heim í mömmu kot.

Til hamingju með stelpuna flott að hún hafi náð öllum prófunum. Endilega gefðu þér tíma sem fyrst til að fara með henni út að borða.

Hulda Sigurðardóttir, 2.6.2008 kl. 17:00

6 Smámynd: Guðrún Hauksdóttir

Gurra mín: já sem betur fer fór þetta vel ..... hún Láran mín getur keypt sér minnstu stærðina í toys"R"us sá í bæklingi hjá þeim að þeir selja 2.5 skilaðu endilega þessum uppl til hennar svo hún geti nú líka farið að hoppa og skoppa,annars er hún alltaf velkomin í Grindó litla krúttið :)

Fjóla mín : það fyrsta sem guttinn sagði við mig var, mamma þú heyrðir ekki í mér þegar ég kallaði á þig, þú varst að keyra fram hjá mér.....svo kom ég rataði ekki heim aftur en ég var á trampolini mamma það var rosalega gaman hahaha krúttið og svo kom mikið stórt knús því hann var hálf miður sín að sjá mömmu sína út grátna......

Hulda mín: Gott þú fannst hann Andra þinn týndist ekki í dag. Alltaf best í mömmu koti held ég bara :) já, ég ætla að reyna að fara með skvísuna sem fyrst :-)

Knús á ykkur

Guðrún Hauksdóttir, 2.6.2008 kl. 21:20

7 Smámynd: Guðrún Hauksdóttir

Hahaha  Hulda mín þetta átti að vera...... gott að hann Andri þinn týndist ekki í dag.......hahaha  

Guðrún Hauksdóttir, 2.6.2008 kl. 22:08

8 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Gaman að sjá framan í þig!
Ég var ekki viss hver hafi verið að skrifa hjá mér, hélt að þú ættir þér kannski nöfnu á blogginu... híhíhí

Hlakka til að vita hvernig strákurinn þinn verður 15 ára, ef hann verður þá enn móðursjúkur, hvort hann spyrji hvort hann megi nokkuð fá sér kex... ( ég þekki ekkert til þess.... kaldhæðni....)

Róslín A. Valdemarsdóttir, 3.6.2008 kl. 01:35

9 Smámynd: Þórunn Eva

nú förum við sko að koma til ykkar.... js er sjúkur í trampolín.... ég segi þér siðar frá leyndarmálinu sæta mín þvi þér kemur það alveg við hahahahahahah

knús knús.... LOVE

Þórunn Eva , 3.6.2008 kl. 09:45

10 Smámynd: Halla Vilbergsdóttir

Halló hehehe þarna er bara nagli á ferð...villi týndist einmitt i kringlunni um það leit sem úrslitakeppnin i körfunni var...og mikið verið að tala um palla bróðir í úrvarpi og sjónvarpinu svo þegar hann var kallaður upp í kringlunni þá kippti hann sér ekkert upp við það heldur sagði hann þegar hann fanns..herru mamma það var verið að tala um mig í útvarpinu eins og palla frænda hahaahha við verðum klárlega að mæta á trampólinið...og ekki skemmir að hafa hann sæta frænda okkar með hann Jon Sverrir.... það eru nú nokkuð góðir kauðar á ferð hahahah kveðja frá okkur sem erum bara öll að hressast ;)

Halla Vilbergsdóttir, 3.6.2008 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skruddulina

Höfundur

Guðrún Hauksdóttir
Guðrún Hauksdóttir

 Sumarið er tíminn :) Ég er 39 ára kona sem lætur sig varða málefni langveikra barna. Stolt 5 barna móðir og eiginkona .

garuska@simnet.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 946

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • 172
  • 149
  • 144
  • 095
  • oktober 062

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband